My way

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Dagamunur

Fimmtudagar: Mér finnst fimmtudagar skemmtilegir. Þetta er dagurinn á undan föstudeginum:) Oft geri ég mér dagamun á fimmtudögum, leigji góða mynd, opna rauðvín, vaki aðeins lengur ( sem kemur svo í bakið á manni á föstudögum). Í denn fór ég oft á kaffihús á fimmtudögum...hætti því þegar ég sá að það er vonlaust að mæta þunnur í vinnu hvern föstudag, þetta var meira svona þegar maður var í skóla.

Föstudagar:
Frábær dagur, byrjunin á helginni. Samt eru föstudagar oft skrýtnir, mér finnst eins og þeir eigi að vera fljótir að líða, en oft er ég farin að líta á klukkuna um 3 leytið. Svo er ég oft þreytt á föstudögum ( eftir að hafa vakið lengur á fimmtudegi:)) og sofna snemma. mér finnst þó skemmtilegra að djamma á föstudögum því þá á maður alla helgina eftir....til að jafna sig:)

Laugardagar: Uppáhalds dagarniri mínir!!! Þetta eru fjölskyldudagar! Við förum oft í bæinn, förum í brunch, kíkjum í bókabúðir ( furðulegt ég veit, en okkur finnst það æði), förum í bíó eða eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera saman. Laugardagskvöld eru yfirleitt kósý kvöld....allir í náttfötum með popp og kók að horfa á Sjobbann.

Sunnudagar: Fyrriparturinn er æði...en mér hefur alltaf þótt sunnudagskvöld frekar leiðinleg. Ég fer að hugsa um komandi viku og fer allt í einu að taka eftir þvottahrúgunni sem ég labbaði framhjá með bros á vör á laugardeginum:)

Í dag er fimmtudagur og hann lofar góðu, er að hugsa um að krassa heimilisfriðinn í Básbryggjunni og horfa á leikinn með Gunna og Maju, er nefnilega kalla-laus í dag.
Á morgun er Kick off fundur í vinunni, hádegismatur-fundur-kokteilboð....LOVE IT. Við ætlum að kíkja í keilu eftir það, ætti að vera brill eins og venjulega þegar maður lyftir sér upp með crazy vinnufélögunum:)

Ekkert planað um helgina, ætli við reynum ekki að slaka á bara.......ahhhhh er þegar farin að hlakka til.


góðar stundir
m-dagaspekingur

þriðjudagur, janúar 23, 2007

ÁFRAM ÍSLAND

Átti mjög skmmtilegt samtal við nöfnu mína í gær þegar við vorum að fara heim úr vinunni. Við vorum báðar mjög spenntar fyrir leiknum, en vorum með gjörólíkt viðhort. Maja var sannfærð um að við mundum massa þetta. Hafði tröllatrú á strákunum okkar....hún var eiginlega að kafna úr jákvæðni...ég var hinsvegar alveg 100% viss um að strákarnir mundu tapa, og það STÓRT...eiginlega að kafna úr neikvæðni:)
Eins gott að strákarnir okkar ( elska að segja þetta) voru sammála Maju um að það væri alveg séns að vinna Frakkana, og það STÓRT:)

Við famelían settumst niður með kvöldmatinn fyrir framan sjobbann og stemmningin var rosalega, Nikustelpan klappaði og hvatti alla áfram, foreldra sem leikmenn:) Þegar foreldrarnir voru svo orðin grimmdin ein útí Frakkana fannst henni nóg komið og sagði að henni þætti nú lang best ef bæði liðin gætu bara unnið.....held að hún sé skyld Blöndalnum...alltaf svo jákvæð og sanngjörn:)

get ekki beðið eftir næsta leik!!!!


Sá svo fyndna frétt á mbl.is í morgun, varð að deila henni með ykkar. Fréttin fjallar um fjallgöngumann sem fær ársstyrk frá einvhrjum fyrirtækjum...svaka frétt, mér fannst þetta ekkert merkilegt þar til ég sá nafnið á honum.....JÖKULL BERGMANN.....muhahahhahhahah þetta er agalegt maður....að vera að fjallgöngumaður og heita Bergmann er nógu slæmt, en að bæta við Jökull er bara ferlegt:)
Þetta er eins og ég mundi heita..öhhhh..hmmmmm Tafla Pillumann....nei frekar Parkódín Íbúfenmann......OK, OK það er ekki hægt að heita fyndnu lyfjanafni:)

back to business
m-Maria Champagne....það er cool

mánudagur, janúar 22, 2007

hahahhahahah alveg eins og ég















Ég bara verð að setja þessa mynd hérna inn....hún minnir mig svo á.....MIG!!!!!!
Nákvæmlega svona lít ég út eftir góðan spinning tíma...það rýkur úr hausnum á mér og ég er með manndráps svip..arggggggggggggggg!!!

Helgarfréttir

Heil og sæl:)

Jæja þá er mánudagur á ný. Ég er í bjartsýniskasti því í fyrsta sinn i langan tíma hefur mér tekist að mæta á þeim tíma sem ég hef ætlað mér á morgnanna. Sjæse hvað ég er búin að vera í miklum erfiðleikum með að vakna á morgnanna...held að þetta sé enn eitt lúmskt merki um að maður sé farinn að eldast pínupons. í denn hló maður að fólki sem nöldraði stöðugt um skammdegið og erfiðleika tengdu því.....og nú er maður bara orðin einn af þeim.....sad, so very very sad.


En hey, aftur í bjartsýniskastið:)
Helgin var unaðsleg, eins og flestar aðrar.

Við fórum á frumsýningu á Foreldrum...eða þið vitið myndina sem heitr Foreldrar...hi hi. Myndin var faktískt mjög góð, svolítið depressing ( eins og íslenskar myndir eru oft) en leikurinn og söguþráðurinn var frábær. Nikustelpan var hjá ömmu sinni á meðan og það var ákveðið að lofa henni að sofa hjá þeim. Við skötuhjúin kíktum því í kaffi til Beggu og Sjonna og kjöftuðum og kjöftuðum og kjöftuðum...merkilegt hvað okkur Beggu tekst alltaf að leysa lífsgátuna í hvert sinn sem við hittumst:)

Eiginmaður og dóttir skelltu sér svo í sund á laugardagsmorgninum og ég leit við niðrí vinnu. Amo og Helga buðu okkur svo í kaffi og köku...mmmm Helga fékk svona Mulinex ( eða hvað það nú heitir) vél í jólagjöf og við hin í famelíunni græðum allsvakalega á því, alltaf verið að bjóða manni í nýbakaðar kökur:)

Fórum svo i bíó á sunnudaginn, sáum Artúr og Minimóarnir....ferlega skemmtileg mynd, mæli með henni...Nikustelpan okkar með músarhjartað var nú pínu hrædd á köflum og heimtaði að við mundum færa okkur aðeins ofar, því þá mundi henni ekki bregða eins mikið þegar tónlistin hækkar.....eftir allmargar misheppnaðar tilraunir móðurinnar til að útskýra surround system var ákveðið að haldast bara í hendur þegar lætin voru:)

Jæja, best að fara að gera eitthvað, hlýtur að fylgja ómæld vinnu-orka í þessu nýfengna bjatsýniskasti:)

adios amigos
m-jollí gúdd mondei fíling