My way

föstudagur, nóvember 18, 2005

VEIIIII helgin framundan

Er að fara í matarboð hjá Blöndalnum í kvöld og ÉG GET EKKI BEÐIÐ!!!!!!!!!! Aumingja Maja er alveg á tauginni yfir spenningum í mér, en ég er alveg viss um að maturinn verði æði og að við eigum eftir að skemmta okkur vel. Ég kem undirbúin í boðið, verð búin með mín 300 gr af grænmeti:)
Svo er auðvitað Idol...verður cool að sjá Söru á sviðinu, GO SARA!
Verst að allir sem í boðinu verða eru annaðhvort á einhverjum bévítans kúr eða að mæta í spinning á laugardagsmorgni...úff tek undir með Þóru þjáningarsystur minni að það er totally glatað að vera í svo miklu átaki að maður nær ekki að njóta lífsins inn á milli.
Ég efast nú ekki um að það verði gaman samt...alltaf gaman að hitta þetta crazy lið.

Á morgun er stefnan tekin á kaffi hjá Aldísí til að líta litla ungann hennar , hann Markús Inga augum...jiii dúdda mía, barnið er orðið 6 vikna og ég hef ekki séð hann ennþá...glötuð vínkona sem er voðalega upptekin við að gera ekki neitt.

Um kvöldið fáum við Nikustelpan næturgesti, Anna Sigga og Hekla ætla að koma og vera hjá okkur. Annsý ætlar að passa stelpuna mína á meðan ég fer í suicide ferð á Emily rose myndina.....ARGGGGGGGGGGGGG skil ekki hvað ég er að spá, ég þori engan veginn að fara á þessa mynd, en hlakka samt geðveikt til að fara...úff eins gott að Gunni hennar Mæju ráði við öskrin í tveimur Mæjum.....ég ætle ekkert að segja honum frá áráttu minni til að grípa í lærið á öðru fólki þegar ég verð hrædd......vona bara hans vegna að ég sitji við hliðina á Maju:)
Svo var ég að heyra að fólk sé að vakna klukkan 3 um nóttina eftir að hafa farið á myndina...alveg eins og gerist í myndinni víst......shitturinn sjálfur,eins gott að Anna Sigga verði tilbúin með róandi handa mér.

Sunnudagurinn er óplanaður, en ég er alveg í stuði til að fara með ungann minn í bíó, kjúklingamyndina þarna..little eitthvað.

Well, kem með djúsí partýfréttir eftir helgi.......

m-partýpinni

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

YES!!!!!!!!!!!

Jæja ég var nú ekki alveg viss um hvort ég ætlaði að leggja í að blogga um átakið...en WTF...fyrst það gekk svona vel í dag þá er ég að hugsa um að gera það bara....ætlast til að fá mikið pepp frá ykkur, hvort sem gengur illa eða vel:)

1.vigtun 16.11.2005: -1.8kg

Veiiiiii ég er ekkert smá ánægð!!! get nú samt ekki sagt að ég sjái né finni neinn mun ( nema vera fretandi allan daginn af overdose af grænmeti)...en ef þetta heldur svona áfram verð ég bara orðin eins og Liz hurley áður en að ég veit af...... eða kannksi meira svona Marilyn Monroe:)

OAO
m-megapæja

Fyndnasta ever

Jiiiii sáu þið strákana í gær? Þar var fyndnasta atriði sem ég hef séð:) Pétur Jóhann Sigfússon að taka vin minn Jón Ársæl..muuuuuuuuuuu...ég literally grenjaði úr hlátri!!! Skil bara ekki hvernig þessir strákar ná að vera með svona rugl og bilast ekki sjálfir úr hlátri..það gerðist nú svosem einu sinni eða tvisvar...en díó mió ég gæti aldrei haldið coolinu.

Ekki svo margt annað sem gerðist í gær.

Í morgun bara GAT ég ekki vakanað, ég er bara ekki að ná þessu!! Ég bara get ekki drattast á lappir á morgnanna. Stillti klukkuna á 6.30 en fór á fætur 7.30...þap er fo**ing klukkutími í snooze!! Held að myrkrið hafi nú ekkert með þetta að gera, hef aldrei verið í vandræðum með þetta áður.....frekar að maður sé orðin svo gamall að þurfa 8-9 tíma svefn á nóttu....dapurt!!!!

Anyways, er að fara í viktun á eftir ( er komin á dönsku martröðin fyrir þá sem ekki vissu)...það get ég sagt ykkur að ef ég hef ekkert lést þessa fyrstu viku þá er ég BÚIN AÐ BORÐA MÍNA SÍÐUSTU ANDSKOTANS GULRÓT...jebb there will be no more......þvílíkur viðbjóður sem það er að þurfa að borða svona mikið af grænmeti:( Svo er alltaf verið að benda manni á einhverjar "girnilegar" uppskriftir...sem er ekkert nema gulrætur í dulargervi...soðin gulrót ER SAMT GULRÓT!
Örvæntingin var orðin slík í gær að ég tók allan grænmetis skammtinn og hakkaði hann í blender...hélt kannksi að þetta yrði skárra sem sósa...HUGE MISTAKE! jú jú sósan var mjög góð....en ég get ekki sagt að það hafi verið gaman þegar kjúllinn var búinn og ég átti eftir svo sem 4 dl af tómata og kúrbitssósu:)

Verð að segja að þessi frasi er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana:

"Dear God, if you can't make me thinner....make all my friends fat"!!!!!!!!!!!!

Well, eins gott að þetta beri einhvern árangur!

OAO
m-stórbeinótt

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Helgin, vikan og jólin

Jæja önnur vika byrjuð og það fer að styttast í jólin bara.....skil samt ekki afhverju fólk er alltaf að segja þetta. Svona frasar byrja eiginlega daginn eftir að maður kemur úr sumarfríi..."jæja það verða komin jól áður en við vitum af"...ég þoli þetta ekki!!
Það er ekki eins og maður segi "jæja sumarfríið verður komið áður en við vitum af..Í MARS???? nei það gerir það enginn:)
Mín kenning er sú að við sem búum við svona mikið myrkur þurfum á svona frösum að halda til að lifa veturinn af, ætli þetta eigi ekki að veita manni einhversskonar von...falsvon, því það er sko andskotans ekkert að styttast í jólin í ágúst:(

Anyways...úff bara reiðilestur svona eldsnemma á þriðjudagsmorgni.

Helgin svosem tíðindalaus. Höfðum það bara huggó fjölskyldan á föstudaginn og kíktum svo í bústaðinn á laugardaginn...ahhhhh pottatherapy var akkúrat það sem ég þurfti..eeeeeelska að liggja í pottinum og horfa á stjörnurnar ( smá svona væmni til að vega upp á móti geðillskunni í byrjun:)).
Á sunudaginn fórum við í afmæli til Selmu frænku, alltaf gaman að hitta famelíuna...verst að mbó gat ekkert fengið sér af kræsingunum....helvítis átak og megrun alltaf hreint...ætla samt að verða komin í kjólinn fyrir jólin....here we go again:)

Sé fram á busy viku, ekkert að því svosem. Er að kafna úr öfund því bóndinn er að fara til London á fimmtudaginn...mér finnst ég þurfa að fara þangað aðra hvora helgi, enda örugglega ódýrara en að hanga í símanum öll kvöld að kjafta við sys.

OAO í bili
m-jólabarn