My way

föstudagur, september 07, 2007

Föstudagur, sá næstsíðasti

Það var frekar fyndið þegar nafna mín byrjaði að vinna hérna í Actavis. Þá var ég búin að vera hérna í hálft ár að mig minnir. Ég dró kelluna út með mér að reykja...ohhhh those were the days....og við vorum að ræða um vinnuna. Maja spyr mig hvort ég verði aldrei stressuð, henni fannst þetta nú pínu stressandi, fullt af tímalínum sem þurfti að halda og svona...mitt svar var:

NEI NEI NEI Maja, veistu það ég bara er ekki þessi stressaða týpa, ég bara hreinlega verð ekki stressuð....og síðan hef ég fengið að éta þessi fleygu orð ofaní mig svona 853 sinnum!!!!!!!!!! Ég hugsa að ég fái aldrei að gleyma þessu og í hvert skipti sem eitthvað gerist þá heyrist í Maju..."úff eins gott að þú ert ekki þessi stressaða týpa"..muhahahhahhahaha.


Einhverra hluta vegna finnst mér ég vera stressuð núna. Ég veit ekki almennilega afhverju, sennilega vegna þess að ég er að fara að skipta um vinnu og margt í gangi.
Ég veit að ég er stressuð þegar ég fer að fá stress-drauma. Dæmi um stress drauma mína:

-ég er á leið til útlanda, ég er orðin of sein, hleyp í vélina þegar ég fatta að ég er ekki með neinn farangur....mega panick!!!

-ég er í búð og hleyp um með körfuna, það er verið að loka eftir 4 mín og ég verð að ná þessu, rétt næ þessu, en þegar að kassanum er komið er ég ekki með veski...mega panick!!

Í nótt dreymdi mig að ég væri í vinnunni og ekkert gekk upp, allir voru vondir við mig og það var alveg sama hvað ég reyndi ég náði ekki að klára neitt....mega panick!!!!

..eins gott að ég er ekki þessi stressaða týpa maður...þá gætu svona draumar haft áhrif á mann....muhahahhahahahah.

Að öðru leiti er allt í gúddí, er að fara í partý í kvöld með vinnufélögunum hérna hjá Actavis..best að sýna þessu nýja liði hvernig ég að gera þetta.....ó nó wait...það er ananas safi fyrir mig í kvöld....well ég verð þá bara að ver charming bláedrú.......I can do that...I think:)

Afmæli hjá Önjunni okkar á laugardaginn,hlakka til að sjá hana, allt of langt síðan síðast....hlakka líka til að gúffa í mig veitingunum hennar Maju....mmmmmm.


oao
m-partýpooper

fimmtudagur, september 06, 2007

Þreyttur morgunhani

fór að velta því fyrir mér í morgun hvort ég væri næturdýr eða morgunhani. Annsý segist vera hvorugt nefnilega:)
Ég held að ég sé nú frekar mikið næturdýr...en samt ekki, ég á það til að sofna í sófanum uppúr 10 á kvöldin...næturskepnur gera ekki svoleiðis...er það nokkuð??

Í gær var ég t.d mjööög þreytt, var í saumó á þriðjudaginn og kom heim EFTIR MIÐNÆTTI...how cool is that maður:) Samt fór ég ekki snemma að sofa í gær, ég fann mér bara þátt til að límast við ( starter wife...held að þetta verði brilliant þættir sem ég á ekki eftir að missa af) og sat og glápti á Stevie þar til ég sá ekki lengur út úr augum ( táraðist svo við að geispa endalaust).
Var svo dauð í morgun, ætlaði virkilega ekki að hafa mig af stað.

...niðurstaðan er því þessi, ég er ekki morgunhani, ég er ekki næturdýr..ég er bara forfallinn sjónvarpssjúklingur sem nær ekki að fara að sofa fyrr en endursýningar hefjast....haldiði að það sé rugl???

Er að fá ma, pa, amo og Helgu í mat ( Note to self,: finna cool styttingu handa Helgu..hihih)í kvöld. Það væri nú hægt að gera aðra mannlífsstúdíu hvað þetta varðar..um leið og eiginmaðurinn fer út úr bænum eða til útlanda er hægt að bóka matarboð heima hjá mér!! Ég bara nenni ekki að vera ein, ég þarf að kjafta við fólk við matarborðið og finnst hver dagur heil eilífð þegar hann er ekki heima.....WOW hvaðan kom þetta, rauða serían bara að poppa upp hjá Blogzternum:)

jæja, sem sagt ekkert að frétta og þar af leiðandi ekkert til að blogga um:)

hasta la vista baby
m-rómó týpan

miðvikudagur, september 05, 2007

The Blogzter is back

hahaha spurning um að ofmetnast samt ekki:)

Fór í húðhreinusn í gær...herregud í himmelen people...EKKI FARA Í SVOLEIÐIS...þetta er gabb, þetta er í raun Kínversk pyntingar aðferð og ég held að ég hafi gefið upp reikningsnúmer og öll PIN númer á fyrstu 30 sekúndunum.

Svona virkar þetta:

-maður kemur inn, það tekur á móti manni sæt og skemmtileg stelpa sem spjallar um daginn og veginn á meðan hún nuddar andlitið á þér með einhverju dóti..næs

-svo segir hún, "nú fer ég í 10 mín, láttu fara vel um þig"...og BÚMMMMMM þú færð sjóðandi heita gufu framaní þig á 37 km/klst hraða!!!! Ég barðist við að ná andanum og þegar ég loksins fattaði að það er best að draga andann inn um muninn og anda svo út um nefið ( held að það hafi samt liðið yfir mig 7 sinnum áður en ég fattaði það) þá fer svitinn að leka af manni....eða var þetta slef og hor????? veit ekki og vil ekki vita, það lak amk eitthvað út um allt!!!!

-þá kemur sæta og skemmtielga stelpan inn og segir "úff en heitt hérna"...og ég gat ekki svarað því gufan hafði lamandi áhrif á ósjálfráða vöðvakerfið ( sem stýrir m.a tungunni) og ég gat bara hugsað "Guð ég vona að þetta er ekki hor sem er að leka inn í eyrað á mér"!!!!!!

-þá hefst kreistunin....ég þarf að taka pásu hérna, ég finn að það er að líða yfir mig bara við tilhugsunina..... jæja komin aftur...sæta stelpan segir að ég sé með slæma slæma húð...allt lokaðir elephant-penslar...sem eru sko verri en opnir elephant-penslar að mér skilst. Hún byrjar á því að stinga mig með nál til að opna viðbjóðinn og SVO og SVO....leggst hún af alefli á mig með einn fílapensil á milli fingranna og kreeeeeeeistir!!!!!!!!! Þegar hún kom af nefinu var ég aðframkomin af sársauka, en gat auðvitað ekkert sagt þar sem ég var enn lömuð eftir gufuna. Það eina sem ég gat gert að var að kreppa hnefana og ég held að ég hafi kýlt hana kalda ef ég hefði séð hana...en ég var með bómul fyrir augunum auk þess sem það lak non-stop úr þeim...hef aldrei á æfinni tárast eins mikið.

-LOKSINS var þetta svo búið...eða svo hélt ég...nei nei þá átti eftir að setja SPRITT á allt andlitið á mér!! Hfiði séð Home Alone??? ég var eins og hann þegar hann öskrar, nema verri því ég var með bómul á augunum og öll þrútin og rauð.

Opinber sársaukalisti minn lítur því svona út núna:

1. Brjósklos
2. Húðhreinsun
3. Fæðing

....já og ég pantaði annann tíma eftir 2 vikur...það er partur af pyntingar-aðferðinni, maður er sannfærður um að það þurfi að gera aðra atlögu að þessum lokuðu fílapenslum út um allt andlit.....ef ég kem ekki aftur eftir það:
-Anna Sigga , þú mátt eiga skósafnið mitt
-Maja þú mátt eiga bókasafnið mitt

.. og ég vil láta jarða mig í vegas:)

over and out

m-pyntingar fórnarlamb

þriðjudagur, september 04, 2007

Fullt af fréttum....

Jæja, það er nú ekki eins og maður sé búinn að vera í miklu blogg stuði í sumar, og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það komi ekki til með að breytast mikið á næstunni.

Þó finnst mér gaman að geta gert ýmislegt opinbert hér og nú, enda margt og mikið sem er að frétta af okkur á nesinu.
Við eigum til að byrja með von á öðru barni!!! Við erum auðvitað alveg í skýjunum yfir viðbótinni, öll þrjú. Svo er ég að fara að skipta um vinnu líka, er að fara að vinna hjá Vistor, í skráningunum þar.

...þegar ég fer að hugsa út í þetta þá held ég að allir þeir 4 sem lesa þetta blogg hafi vitað að ég ætti von á mér í um 2,5 mánuð og að ég væri að fara til Vistor álíka lengi...oh well, allavega afsökun til að blogga:)


Sumarið var yndislegt..ohhhhh ég trúi því varla að það sé búið, en tryllist jafnframt af gleði við tilhugsunina um að næsta sumar verður FAB, ég verð heima allt sumarið með barninu og Veroniku skólastelpu.


Við fórum til Lanzarote í Júlí og ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með þann stað. Var búin að heyra svo svakalegar sögur af lúxusnum þarna, en ekki urðum við vör við hann. Massa léleg þjónusta á öllum veitingastöðunum og sundlaugarnar ekkert betri þarna en annarsstaðar.

Texas og Vegas voru hinsvegar ÆÐI. Það er alltaf jafn gott og gaman að koma til Hönnu systur, þrátt fyrir að ferðalagið sé frekar langt. Við lágum við laugina og kíktum á söfn og borðuðum góðan mat...alveg eins og gott frí á að vera. Svo var haldið til VEGAS BABY...það get ég sagt ykkur að Það verða allir að fara einu sinni til Vegas áður en þeir deyja!!!!!!!

Allt sem þið hafið heyrt um Vegas er satt:) Súrefni er dælt inn í spilavítin til að fólk haldist vakandi, enda hresstist maður allsvakalega við að koma þar inn eftir göngutúra á the Strip. Engar klukkur eru í spilavítunum og engir gluggar...það er enginn munur á dag og nótt. það var frekar skrýtið að koma röltandi með stýrurnar í augunum í morgunmat og sjá þá fleiri tugi manns vera að spila með gin og tonic í annarri og sígó í hinni....bara skrýtið...en einhvern vegin held ég að þegar ég fer aftur til Vegas ( ekki ólétt, barnlaus og með fullt af vinum mínum með mér) þá megi finna mig við rúlettuborðið á morgunverðartíma:)

Ég stóð mig frábærlega við fjárhættuspilin, fékk andarteppu bara við að koma nálægt póker borðunum....spilaði þó einu snni í svona slot machine....fyrir 10$ og stóð upp og hætti þegar ég var búin að tapa 30 centum..muhahhahahaha ég er ekki mikið fyrir svona áhættu greinilega:)
Hanna og Smári tóku smá syrpu í rúllettu...sagan segir að Hanna hafi unnið fleiri hundruð dollara og að Smári hafi tapað öllu nema kúrekahattinum sem hann var með...en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, enda vorum við mæðgurnar steinsofandi uppá herbergi:)

Nú er haustið komið og með því kom loksins pallurin okkar.....besta sumar í sögu Íslands og við fáum pallinn þegar amazon tímabilið tekur við...týpískt!!!!!!! Sjón er samt sögu ríkari og við bjóðum hér með öllum að kíkja við og sjá þetta undur...hann er frekar stór, en ég held að við verðum ekki í vandræðum með að nýta plássið:)

What else...hmmm mér dettur ekkert annað í hug.
Ég verð vonandi duglegri við að blogga og hef þannig keðjuverkandi áhrif á nöfnu mína til að herða sig líka...ég sakna þess að geta ekki lesið ruglið í henni á morgnanna...Anna Lea er sú eina sem er að standa sig í blogginu:)

until later..
m-preggy