My way

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Allt í gúddí

Jæja svona fyrir þá sem voru vondir útí mig í gær fyrir að vera óábyrg og asnaleg að vilja ekki hætta að vinna þá get ég hér með staðfest að allt er í góðum gír með mig og strákinn:)
Fór í mónitor í morgun og sonurinn hefur það bara súper gott þarna inn, svaf samt helst til of mikið þannig að það þurfti að vekja hann tvisvar...ohhhh vonandi er það vísbending um það sem koma skal.
Ég snar lækkaði í þrýstingi, mældist bara eins og unglingur....þannig að allt er í góðu en ég fer samt niður í 70% vinnu frá og með morgundeginum.

that's all folks

m

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

36 and counting

Var hjá ljósmóður í morgun og þarf að minnka aðeins við mig vinnuna. Við þrættum um starfshlutfallið í smá tíma, fórum úr 0% í 50% og vorum heillengi fastar við 60% en sættumst svo á að hafa þetta 70%.
Pínu hækkaður þrýstingur og smá bjúgur í gangi, en ég ætla að kenna saltkjöti og baunum um þetta allt saman...sjáum hvernig ég verð á morgun:)

Ég varð samt pínu smeik og leið yfir þessu:




og skammaðist mín pínu fyrir að hafa ekki passað nógu vel uppá að drekka vel af vatni og passa mig á salti:




hi hi ekkert smá kjút myndir:)

Svo fékk ég þetta sent um daginn líka:

http://eyjan.is/blog/2008/02/04/hair-h%c3%a6lar-ekki-bara-flottir-heldur-b%c3%a6ta-a%c3%b0-auki-kynlifi%c3%b0/

ég vissi þetta allan tímann sko....

TC amigos
m-þrútin en í fínu formi