My way

föstudagur, október 06, 2006

banninu aflétt...held ég

Jæja finnst ykkur ekki vera kominn tími til að aflétta áfengisbanninu???
Ég meina ein helgi er alveg nóg er það ekki????

Langar svoooo að fara með Maju aðeins út í kvöld...EN finnst hálf leiðinlegt að fá pössun fyrir stelpuna tvö kvöld í röð, er nefnilega að fara í 30 ára afmæli á morgun til Aldísar....hmmm svo er barnið búið að vera í pössun 3 kvöld í vikunni...ohhhhh ég er svo leiðinleg mamma, langar BARA að kíkja út í kvöld...afhverju er Smári ekki heima þegar ég þarf á honum að halda..hi hi hi

sjáum til...

annars ekkert nýtt..bara góða helgi everíwon:)

OAO
m-með föstudagsfiðring

miðvikudagur, október 04, 2006

Ferköntuð

Sótti Nikuna mína snemma í gær og við fórum í ballett.
Nikan mín var frekar þreytt á eftir og tilkynnti að hún nennti ekki út að leika í dag, hvort það væri séns að fá að vera heima að horfa á teiknimyndir:) Ég var sko til í það enda með shitload af efni á tölvunni sem Blöndalinn minn lét mig hafa.
Jæja, Nikustelpan fer úr fötunum og kemur sér fyrir í sófanum undir sæng, ég set á mig headset og við vorum sko alveg til í smá slökun....ding dong..."er veronika heima"??? Endaði með 4 prinsessur í svaka ævintýraleik inná baði...henntu fullt af púðum í baðið og fóru í sjóræningjaleik...agalegar dúllur. Þær höguðu sér svo vel að ég náði nú bara að hanga yfir tölvunni fram að mat:)

Svo gaf ég barninu 1944..hahahhahah er ekki að nenna að elda fyrir okkur tvær, enda snilldar grjónagrautur tilbúinn á 3 mín....næs.
Svo var svæft á no time og farið aftur fyrir framan tölvuna...

....og á miðnætti var ég orðin svo gjörsamlega freðin að ég vissi varla hvað snéri upp né niður...þetta getur ekki verið gott fyrir mann að horfa á tölvuskjá allan daginn og koma svo heim í annað maraþon....en það er bara svo skemmtilegt!!!

Jæja hvað um það, ég sá nokkra þætti af the X factor....total snilld, ekkert smá skemmtilegir. Snilldin við að horfa á þætti í tölvunni er líka að það er hægt að horfa OG vera á MSN..allt í einu.....shit hvað maður er klikk...sagði einmitt við Maju að ég væri orðin kolklikkuð...sat alein í kotinu og grenjaði úr hlátri og gráti:)

Druslaðist svo í bólið uppúr miðnætti...og var MEGA þreytt í morugn enda dreymdi mig ekkert nema "No from me" I'm sorry that's a No from me"..Simon what do you think???

argggg maður er ekki heill, ég var alveg niðurbrotin í morgun þegar ég vaknaði, búin að fá nei í X factor í alla nótt:)

Well vikan heldur áfram, alveg týpískt að það eru fundir öll kvöld í vikunni sem eiginmaðurinn er ekki heima, fer í leikskólann í kvöld og svo í pólitíkina á morgun....dæs og mig sem langar bara að vera heima og steikja heilann á mér fyrir framan tölvuna......

OAO
m-braindead

þriðjudagur, október 03, 2006

Ein í kotinu

..kannski á maður ekkert að vera að auglýsa það á netinu að maður sé einn í kotinu...ohh well, ekki mikið af sækó killers á nesinu fagra held ég:)

Strembinn dagur í gær, vann til 18 og fór svo á fund með D-listanum í gærkveldi um 8. Náði samt að skvísa inn 2 Grey's þáttum áður en ég fór:) Kom heim, settist niður horfði á þættina..og sagði við annað heimilisfólk að það yrði að láta mig í friði...ég var að hitta þessa vini mína aftur eftir langann aðskilnað...ohhhh Dr. Jömmí ég hef saknað þín:)( innskot seinna um daginn: Hvað er að mér???? Hann heitir McDreamy!! Jiii fyrirgefðu mér Mcdreamy ég ruglaðist aðeins:))

Jæja fundurinn var svakalega laaaaangur, var ekki komin heim fyrr en um 11...og hvað haldiði að Mr. Jömmí ( aka eiginmaðurinn) hafi ekki verið búinn að kveikja á fullt af kertum og láta renna í bað..ohhhhhh hvað þetta var æðislegt, total bíómynda-moment hjá mínum og MÖRG MÖRG stig fyrir svona elskulegheit:)

Jæja minn maður var vaknaður fyrir 6 í morgun, ég vaknaði við klukkuna en sofnaði aftur um leið. Svo heyrði ég svaka læti og skruðninga frammi, ég hrökk upp og hugsaði "andsko**ns læti eru í kallinum"...alveg tilbúin til að gefa eitt mínus stig á móti öllum plúsunum sem hann fékk kvöldinum áður. Svo fór ég að heyra einhverjar stunur.....fannst það eitthvað undarlegt og fór að athuga málið...haldiði ekki að karlanginn minn hafi hrunið niður stigann...með ferðatöskuna á lofti. Svakaleg óheppni maður samt pínu pínu fyndið:)

Í dag er ballett dagur þannig að ég fer úr vinnu kl. 14.30....alveg hrikalegur tími til að vera í svona aktivítet....en hey það er take it or leave it.

ætla að hætta að blaðra og halda áfram að vinna.

OAO
m-ofdekraða

mánudagur, október 02, 2006

Rólegheit

góðan daginn everíwon,

Ahhhh alltaf gott að mæta á mánudögum og hafa ekki skandaliserað neitt um helgina:)
Við vorum áttum very very cosy family-helgi.
Fórum snemma að sofa á föstudaginn og Nikustelpan vaknaði 8,30 á laugardagsmorgun!!!!!!!!!! Sem betur fer er hún orðin fær um að kveikja á sjónvarpinu sjálf:) Við Smári fórum reyndar á fætur sljótlega á eftir það. Eiginmaðurinn steikti amerískar pönnukökur handa okkur sem við dömurnar erum svo hrifnar af:)
Eftir morgunmat skriðum við bara aftur upp í rúm með blöðin..og steinsofnuðum. Sváfum framyfir hádegi bara:)
Svo var farið í verslunarleiðangur, keyptum kuldagalla á skvísuna og hitt og þetta á pabba. Enduðum á Friday's þar sem við fengum okkur dýrindis qusedillas..mmmmmm.
Lágum svo eins og klessur fyrir framan Stevie þar til við sofnuðum..snemma...ekkert gert nema sofið greinilega:)

Á sunnudeginum vaknaði skottan í svaka stuði og kallaði á ma og pa í morgun mat um hálf ellefu. þessi dúlla var búin að leggja á borð, afganginn af pönnukökunum, búin að sprauta rjóma yfir allt saman og svo voru nokkrar saltstangir til hliðanna ( til að skreyta sagði hún) og með þessu fengu allir ískalda mjólk..hahahhaha girnilegur morgunmatur eða hitt þó heldur.
Svo var brunað til ömmu og við fórum með henni og amo og helgu á Þingvelli...ÆÐISLEG ferð, haustlitirnir fallegir og allir í svaka fínu formi. Settumst eftir labbið og fengum okkur pikknikk úti í geggjuðu veðri. Endilega kíkjið á myndir á heimasíðunni hennar Niku minnar.
Enduðum svo í mat hjá ömmu og afa, dýrindis læri smellt á grillið..æði pæði.

Svo var farið heim að sofa...hahahahah

sem sagt yndisleg helgi í faðmi fjöldkyldunnar, en nú tekur vikan við...finnst að það eigi pottþétt að lengja helgarnar í 3 daga!!!!!!!!!!


OAO
m-lati kallinn