My way

fimmtudagur, október 27, 2005

Queen of the Orbitrekk!!!

God dag, God dag,

Aðal frétt dagsins í dag er að Orbitrekk tækið mitt fína var standsett í gær...og ekki nóg með það heldur TÓK ÉG 20 MÍN Á ÞVÍ Í GÆR.....vúhúúúú...me Jane Fonda bara.
Á meðan eiginmaðurinn eldaði kvöldmatinn fór ég upp, klæddi mig í latex galla frá toppi til táar, smellti bleika ipod á mig og mætti svo niður til að tækla BMI stuðulinn. Fékk svona misgóðar undirtektir hjá fjölskyldunni, dóttirin starði á mig full aðdáunar og sagði "vá mamma hvað þú ert dugleg", henni fannst ég algjör pæja á stóra hjólinu. Eiginmaðurinn var ekki eins supportiv...hló eins og padda og bauðst til að standa sækja vatnsbrúsa handa mér og vera stand by með hjartalyfin...hrmpfffff...sá hlær best sem síðast hlær, sá á eftir að verða ánægður þegar mittið mitt fer að líta dagsins ljós aftur:)

Eftir þetta MASSA workout horfi ég á strákana, djís hvað ég er ánægð með þá að ná Jóni Ásgeiri til sín í þáttinn!!! JÁ ( cool skammstöfun maður) var nú kannksi ekkert að kafna úr stuði svosem, en mér fannst þeir Auddi og Pétur alveg hilarious með þessa peningaumræðu og að þeir væru hálf smeykir um að verða reknir:)
Á morgun er svo goðið hjá þeim, jebbs Davíð Oddson mætir og ég ætla sko að horfa.

Mig dreymdi nokkuð fyndinn draum í nótt. Var stödd í útlöndum með Rebekku og blöndalnum og við gengum framhjá H&M búð. Ég spurði hvort við ættum ekki að kíkja inn athuga hvort við fyndum einhverja sæta skó. Þær stöllur sögðu að það gengi nú ekki því shopping dagurinnn væri á morgun..mér tókst nú samt að sannfæra þær. Anyways, inn förum við og OMG...þær breyttust í monster...hlupu út um allt að "panta" föt..."ég á þetta, þið megið ekki kaupa þetta"..eitthvað svona. Ég reyndi eins og ég gat að halda í við þær..en allt kom fyrir ekki...vaknaði svo fatalaus og algjörlega uppgefin í morgun:)

OAO
m-aka Jane Fonda

miðvikudagur, október 26, 2005

Back to business

Jæja þá er ég búin að jafna mig á London ferðinni, ekki það að ég á eftir að lifa á þessu mjööööög lengi.
Nú er það bara vinna og skítakuldi sem tekur við. Klikkað að gera í vinunni eins og vanalega bara, ekkert að því svosem.

hmmm annars bara ekkert nýtt held ég..hádegishléið búið og back to work

OAO
m

þriðjudagur, október 25, 2005

LONDON

Það var SVO gaman í London:

Föstudagur: Fórum í Soho um leið og við lentum. Borðuðum á uppáhalds veitingahúsinu mínu í London, Itsu. Þetta er svona sushi og sticks staður og maturinn róterast um allan veitingastaðinn á færibandi. Svo nær maður sér bara í það sem manni langar í af færibandinu..mmmm það er svo góður matur þarna. Drukkum heitt Saki með og bleika Mojito's. Kíktum svo á einn bar, en hávaðinn var of mikill fyrir okkur, vorum í kjaftastuði, þannig að við fórum bara heim,opnuðum kampavín og kjöftuðum langt fram á nótt.

Laugardagur: Vöknuðum frekar snemma ( fyrir hádegi allavega). Fórum á Portobello markaðinn í Notting Hill, alveg geggjaður markaður, mikið af antik og svona öðruvísi hlutum. Fórum t.d inn í eina búð sem sérhæfir sig í hurðahúnum, alveg geggjað:)
Fórum svo niður að Thames. Fengum okkur lunch og löbbuðum svo meðfram Thames. Systkini mín voru á fullu að skoða byggingar, en ég var meira að skoða mannlífið.
Eftir rauðvíns og bjór stopp fórum við svo á Tate Museum of Modern Art. Undirrituð er nú ekkert að kafna úr áhuga á listum, en það var alveg rosalega skemmtilegt að fara á þetta safn. Byggingin var einu sinni orkuver, þannig að lofthæðin er ca 50 m ( eða eitthvað) og húsið er alveg rosalega stórt.
Þaðan skröltum við yfir nýju millenium brúna sem liggur yfir Thames. OK, fyrir mér er brú brú, en amo listamaður var að missa sig yfir byggingarstílnum:)
Eftir þetta fórum við heim, frekar búin á því, en við náðum ekki að hvíla okkur nema í hálftíma eða svo því við ætluðum að hitta fólk í dinner. Borðuðum á Tælenskum stað, sem ég hef borðað á áður. Fengum þvílíkt lélega þjónustu og maturinn var ekki góður, en það var allt í lagi því við hlógum eins og pöddur yfir þjónunum...sem kunnu ekki stakt orð í ensku!!!
þaðan fórum við í það svakalegasta partý sem ég hef farið í lengi...sennilega síðan ég var síðast í London:) MEGA stuð og vodki...enda gestgjafinn rússi.

Sunnudagur: Ok ok, heilsan ekki uppá marga fiska..en þetta var dagurinn sem bar yfirskriftina "London, the Japanese way", ég get svarið það ég held að við höfum séð allt sem vert er að sjá í London þennan sunnudag. Byrjuðum á Oxford street, tókum 45 mín power shopping í H&M, fórum svo í Covent Garden, Piccadilly circus, Leicster Square...bara name it og við vorum þar. Fórum á eitt safn, Museum of Portraits...eitthvað svoleiðis hét það nú, og sáum alveg svakalega skemmtilega portrait sýningu.
Seinnipartinn fórum við amo svo út á völl, og lentum alveg dauðuppgefin en alsæl á miðnætti á sunnudeginum.

OAO
m