My way

föstudagur, janúar 18, 2008

Æfing fyrir fæðingarorlofið

Jæja ég er búin að vera heima í allan dag með Veroniku mína, sem er með gubbupest. Ég sótti hana í gær og við vorum á leið í ballett og svo ætluðum við til Önnu Siggu í pizzu eftir það. Veronika var hvítari en snjórinn í framan og kvartaði undan því að hún væri með brjóstsviða og flökurt. OK, við förum bara heim sagði ég, en þá varð hún allt í einu mega hress því hún vildi sko ekki missa af pizza partýinu hjá Önnu Siggu. Þegar ég var búin að sannfæra hana um að við færum bara seinna var hún samþykk því að fara bara heim. Þar sofnaði hún fyrir framan TV....sem gerist aldrei á daginn og eftir klst eða svo kom fyrsta gusan......OMG þetta voru svona 17 lítrar!!!!! Æi aumingja stelpan mín, henni leið svo illa ( og mér líka þar sem ég lá á 4 fótum að moka gumsinu upp í bala:)). Hún hélt svo áfram að gubba um kvöldið og hætti ekki fyrr en 4 í nótt. Ágætis æfing fyrir mig til að díla við andvökunætur framtíðarinnar, hún mátti ekki snúa sér við þá var ég mætt með balann:)

Hún er nú aðeins hressari núna, en er samt slöpp, svimar þegar hún stendur upp og svona...æi mér finnst svo erfitt að sjá hana svona lasna:(

Ég ætla því að sleppa vinnu-partýinu í kvöld, enda er ég ein heima ( Smári minn í London). Helga okkar verður bara að koma og fá sér pizzu með okkur samt sem áður ( ætlaði að passa) enda fannst Veroniku svakalega að sér vegið að ætla að cancelera Helgu-pössun líka, ný búin að gefa frá sér Önnu Siggu-heimsókn:)


...er komin með Cabin fever núna...hahahah sem er náttúrulega fáránlegt, en þannig er það nú samt. Kemst vonandi aðeins út í búð á eftir:)


..sagði við Sigrúnu í gær ( hún var heima með ásdísi maríu sína í vikunni með gubbu) að vhs fengi aldrei svona pestir....hvenær ætli ég læri að vera ekki að JINXA hlutina svona.


Anywho, vonandi náum við að gera eitthvað skemmtilegt saman um helgina, Smári er væntanlegur heim annað kvöld.

hafði það gott my darlings
m-með gubbuna fyrir gubbu

miðvikudagur, janúar 16, 2008

UPDATE

var greind í hádeginu, ég er ekki í hreiðurgerð heldur er ég með snert af þráhyggju!!

Svo segir Dr. Blöndal amk og ekki lýgur hún....MUHAHAHAHHAHAHHAHAHA

Hreiðurgerð

Verð að byrja á því að þakka fyrir öll commentin!!!!!!! ÆÐI að fá comment..thank you very please:)

Umræðuefnið í dag er hreiðurgerð. Ég verð að viðurkenna að það er komin ansi mikil hreiðurgerð í mína, já og reyndar okkur bæði. Ég er farin að baka, og það er varla hægt að finna skítuga sokka á heimilinu, allt þvegið jafnóðum, gott ef ég er ekki sönglandi á meðan....af eintómri gleði yfir því að vera að sinna heimilinu:)

Við hjónin erum á fullu þessa dagana að undirbúa barnaherbergið ( geymsluna muniði), smári er búinn með skúrinn þannig að nú er hægt að taka allt dótið og henda því þangað niður. Anywho, ég missti mig eins og þið munið um daginn og keypti rándýr ( en mega-flott) húsgögn handa ófædda syninum og nú get ég ekki beðið eftir að mála og skreyta og koma húsgögnunum fyrir.
Eitt af þessum atriðum sem ég hef talið algjört MÖST HAVE er hvítur ruggustól...já já ég veit, fullt af konum sem hafa komist af án þess að eiga hvítann ruggustól til að gefa brjóst í ...en mig langar í svoleiðis!!!!!!!!!!!
Búin að leita annsi lengi að hinum eina rétta, hef fylgst grannt með í góða hirðinum og allt ( já hreiðurgerð nær alveg yfir að pússa upp gömul húsgögn og bæsa þau)...og loksins loksins fann ég STÓLINN MINN:



Finnst ykkur hann ekki æði???? Mér finnst hann perfect.


en hvað haldiðið að hann kosti???????????????????

jii nú verðið þið að giska í commentunum.

ég ætla EKKI að kaupa hann!!!!!!!!!!


OAO
M-nesting

mánudagur, janúar 14, 2008

Klassa leti helgi að baki

Jæja mánudagur.....æi það er alltaf svo gott þegar mánudagarinir eru búnir:)

Engar mega framkvæmdir um helgina.
Láum bara í leti á föstudaginn, tókum Dominos fjölskyldukvöld á þetta bara:)

Á laugardaginn fór ég á morgunfund með XD liðinu og svo ætluðum við fjölskyldan í brunch,en enduðum á Jómfrúnni ( sjá sögu að neðan). Frúin og ungfrú tannlaus ekkert allt of sáttar við það

Röltum svo aðeins upp Laugaveginn, en okkur varð fljótlega kalt þannig að við hentum okkur inn á Sólon í súkkalaðiköku og kakó..mmmmmmm.
Enduðum svo í Kringlunni, að leita að útigalla handa þessum ófædda, fundum engan þannig að við fórum bara heim.

Sunnudagurinn: Ein ferð í IKEA til að fá hillur í skúrinn.....ÞÆR VORU TIL!!!!!!!! Jibbíiiiii....Smári setti þær upp á meðan frúin horfði á Oprah:)


En aftur að Jómfrúnni....ég á mann sem er hálf skrýtinn. Hann hefur ALLA tíð haft mjög einkennilegan smekk á veitingastöðum!! Uppáhalds veitingastaðurinn hans er t.d MÚLAKAFFI!!!! Í hvert skipti sem við ætlum að fara eitthvað út að borða stingur hann uppá eftirfarandi:

1. Múlakaffi...ekki séns Smári minn
2. Jómfrúin...svo gott buff tartar þarna, hefur ekki virkað hingaðtil, en ég fór um helgina því ég var ekki svöng....og get ekki sagt að þessar brauðsneiðar hafi heillað og hvað þá hrátt buff með hráu eggi eins og Smári fékk sér!!!!!!!
3. Kringlukráin...ég lét undan um daginn, fór þar inn með semingi, bjóst við að hitta Geirmund Valtýrsson þarna...en nei nei....þarna fékk ég bara þá allra allra bestu pizzu sem ég hef smakkað á Íslandi, er búin að fara 3svar síðan!!!

Gef mig samt ALDREI með Múlakaffi....ekki séns að ég fari þar inn....no way Hose sko

OAO

m-þrjóskari en allt