My way

föstudagur, nóvember 09, 2007

Óþekktarormur í maganum

Potta-saumó var algjörlega FAB í gær. Við Þóra lágum í pottinum í svona 2 tíma og anna sigga dekraði við okkur á meðan, færði okkur kók og gulrætur:) Fórum svo uppúr og fengum okkur köku og brauð og fínerí og kjöftðum langt frameftir eins og alltaf:)


Var hjá ljósunni í morgun og allar mælingar koma súper vel út:) Ohhhh ég er svo ángæð með þetta allt saman, þetta er allt allt önnur upplifun að ganga með þegar allt gengur svona vel:)
Gaurinn sem ég geng með er algjör stuðbolti, hann hreyfir sig svo mikið að stundum finnst mér nú bara nóg um:) Þegar ljósan ætlaði að mæla hjartsláttinn spurði hún "hvernig eru ( ætlaði að spurja um hreyfingar)...og svo bara úbbosí ég finn að það er kraftur í þessum", hann dúndraði bara í hana:) Svo þegar átti að fara að mæla með græjunni þá færði hann sig alltaf frá...tíhí...hvernig er hægt að vera svona mikill óþekktarormur og vera ekki einu sinni fæddur??????




jæja vona að þið eigið góða helgi, ég veit að það verður mega stuð hjá mér:)

adios
m-ormamamma

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Blogzter on fire bara:)

já já maður er bara að blogga á fullu:)

Samt er ekkert að frétta svosem:)
Vikan búin að vera frekar strembin, ég er allt í einu orðin ólétt og finn að ég hef bara ekki sömu orku og venjulega. Á þriðjudaginn var ég á fullu frá 8-22.30 og það gjörsamlega kláraði mig, ég er bara rétt að jafna mig núna.......hvað er það??? Ég er nú vön því að vera á fullu alla daga, en nú deilum við strákalingurinn þessum líkama og ég verð að gefa honum séns til að hvílast inn á milli:)



Er að fara að hitta actavis gellur í lunch í dag, hlakka til að sjá þær allar aftur. fer svo í saumó í kvöld, Þóra býður okkur heim til sín í risa stóra pottinn sem hún er með í kjallaranum.....ohhhhh get ekki beðið.

Amo á afmæli á morgun, verður 29 ára gamall....herregud, lillebror að nálgast þrítugt...kíkjum í kaffi til hans annað kvöld.

Svo er það árshátið Vistor á laugardaginn!!! Við skvísurnar förum í make up og greiðslu....mér finnst alltaf svo gaman að gera mér svona dagamun, enda var takmarkið alltaf sett við að vera "yummy mummy" á meðgöngunni...tí hí hí.

Sunnudagurinn er frátekinn í 100% leti.

OAO
m-preggy

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Er verið að grínast.......

.....með þetta veður????

Hvað er málið? Ég vitna í skáldið, Forrest Gump...það rignir úr öllum áttum bara, að ofan frá hægri frá vinstri og gott ef það er ekki farið að koma neðanfrá líka!!!!!

OJ




Fyrir svona morgun fúla ( eða morningtemper-challanged eins go kaninn kallar þetta) konu eins og mig er þetta bara ekki að virka, ég þarf að fá smá hvatningu frá veðurguðunum!! Um daginn var t.d kalt og bjart og smá snjór....er til of mikils mælst að við fáum amk 1-2 svoleiðis mánuði yfir vetrartímann???

DÆS..

Það sem heldur í mér lífinu á morgnanna ( fyrir utan tilhugsunina um fyrsta kaffibollann) er liðið á FM957, Zúper fólkið!!!!!! Ég veit að ég er 31 árs gömul og á löngu að vera vaxin uppúr svona rugli og þessum húmor...en ég er það bara ekki:) Ég gjörsamlega veina úr hlátri þegar Sigga byrjar á kvenréttindatalinu og Gassi fer að reyna að espa hana upp....sennilega vegna Þess að þetta er svo oft minn raunveruleiki...það er allt of auðvelt að æsa mig upp í fæting:)
Anywho, mér finnst þau fyndin og ég var faktískt farin að brosa pínu þegar ég var á leiðinni inn í hús í morgun:)
Þá datt RISA stór vatnsdropi af þakinu hérna og hann lennti BEINT í auganu á mér....en ég trylltist ekki ( nb ekki enn búin að fá kaffið mitt), nei nei ég tók þessu með jafnaðargeði og kom hlæjandi í vinnuna....HLÆJANDI!!!! klukkan var rétt rúmlega 8 og ég var ekki búin að fá kaffið mitt og ég var hlæjandi....ég er stolt af sjálfri mér:)

annars ekkert nýtt, 4 dagar í næstu helgi og ennþá 17 vikur í áætlaðan fæðingardag:)




OAO
m-hressi kallinn

mánudagur, nóvember 05, 2007

Helgin

Helgin var frábær.

Á föstudaginn fórum við fjölskyldan í bíó og svo út að borða...á nýja uppáhaldsstaðnum mínum Kringlukránni:) Jiiii ég sver þið bara VERÐIÐ að fá ykkur pizzu þarna.

Á laugardaginn áttum við Veronika stelpu-morgun. Skelltum okkur á morgunfund með sjálfstæðisfélaginu á Álftanesi, fengum okkur rúnstykki og rjúkandi kaffi:) þaðan fórum við svo í leikfimi, þar sem veronika tók fullan þátt í öllum æfingunum...mömmu hjartað nærri því brostið af stolti...hún er orðin svo stór þessi dóttir mín:)
Fórum svo og sóttum pabba og hentumst í Fífu til að skoða vagna handa gaurnum okkar. Smári greyjið var farinn að skammast sín örlítið fyrir frúnna, ég spurði út í hverja einustu skrúfu....en ég hugsa að ég kaupi líka þenna vagn:)

Um kvöldið var okkur boðið í kveðjumat í Básbryggjuna. Fengum ljúffengan mat eins og venjulega. Stelpurnar voru súper góðar saman, léku sér í mömmó allt kvöldið á meðan fullorðna fólkið spilaði póker. Eitthvað er ólettu-heila-minnkunar-einkennið farið að segja til sín hjá nöfnunum, sem áttu í smá brasi með að átta sig á því hvað er röð og hvað er ekki röð:)
Sjáið samt hvað bumburnar eru flottar:




Hver mundi ekki koma með annað eftir að hafa framleitt svona fegurðardísir...sem voru nú aðeins farnar að slappast þarna:)




Sunnudagurinn var kósý dagur. Við lágum í bælinu fram að hádegi, en þá kíktu Hekla og Anna Sigga á okkur. þær fengu að bragða á Betty Crocker brownies, sem er nú sérgrein húsfrúarinnar á nesinu:)

Sem sagt æðisleg helgi, busy vika framundan í fundarhöldum, leikfimi og saumaklúbbum, en það er nú bara best að hafa það þannig, tíminn líður svo hratt þegar mikið er að gera.....bara 17 vikur eftir:)


OAO
m-Crocker