My way

miðvikudagur, apríl 09, 2008

AGÚÚÚÚ



Fallegi drengurinn minn er farinn að hjala!!!
Hann horfi beint í augun á mér í morgun og sagði hátt og snjallt AGÚÚÚÚÚÚÚÚÚ......sem allir vita að þýðir "mér þykir óendalega vænt um þig líka mamma mín"..er það ekki?? Jú ég er eiginlega alveg viss:)

Annars er nú fátt í fréttum eins og venjulega. Reyndar fór hann Smári minn í laser augnaðgerð í dag, ekkert smá skrýtið að á 20 sek er hægt að laga eitthvað sem maður er búinn að eiga við alla æfi.

Verkefni næstu daga, fyrir utan tannlæknisheimsóknina auðvitað:), er að finna góða skírnartertu. Mig minnir að ég hafi verslað hjá Jóa Fel síðast og hún var góð, kannski fer ég bara þangað og græja þetta. Við ætlum að láta skíra drenginn á sumardaginn fyrst í Bessastaðakirkju.

OAO
m-100% hausfrau

mánudagur, apríl 07, 2008

Helgin fín

Jæja, þrátt fyrir að við hjónin erum saman heima alla daga þá er nú mesta stuðið um helgar, enda er Nikustelpan heima þá og allir hinir líka:)

Við skelltum okkur í sumarbústaðaferð með Sjonna og Beggu, vorum í bústaðnum þeirra rétt hjá Laugarvatni. Við skemmtum okkkur súper vel, enda ekki við öðru að búast. Ég er samt orðin svo rútíneruð að ég meikaði ekki að vaka mikið lengur en fram að miðnætti...muhahahah...ég sver'ða!!! Ég er bara orðin syfjuð um 23 á kvöldin...það er af sem áður var þegar maður var að rölta heim með ofbirtu í augunum vegna þess að það var kominn morgun! Ég fór aldrei heim fyrr en það var búið að kveikja ljósin:)

Vikan sem framundan er verður róleg að ég held. Við áttum pantaðann tíma í myndatöku með Nóa Fannar og Veroniku á morgun, en NFS er með svo mikið að hormónabólum að hann er ekki mynda-hæfur:)

Veronika fer svo til tannsa á fimmtudaginn.......HERREGUD, ÉG ER FARIN AÐ BLOGGA UM FERÐIR TIL TANNLÆKNIS¨!!!!! Hahahahha best að hætta bara:)

kv
m-ofur boring