My way

fimmtudagur, mars 27, 2008

Góðar fréttir

Það var ÆÐISLEGT að hitta stelpurnar í dag, Maja var að sjálfsögðu búin að baka köku sem var sjúklega góð og börnin voru þæg og góð og 100% krútt. Kristín litla komst reyndar ekki, hún var með kvef litla skinnið:(
Talandi um stelpur þá er komið í ljós að Anna Lea gengur með stelpur:)
Ég sagði einmitt við Rebekku í dag að ég þyrfti að ræða aðeins við Óttar um að passa uppá Nóa Fannar minn....ég held að þeir verði að standa saman í þessu stelpu-hafi:)

Annars er kúturinn minn búinn að vera hálf ólíkur sjálfum sér síðustu 2 sólarhringa. Hann grætur á brjóstinu og herpist allur saman, held að honum sé illt í maganum, anginn litli. Vonandi verður hann hressari á morgun.

Sjonni og Begga koma til okkar á morgun í mat, alltaf gaman að fá þau. Ætli Smári reyni svo ekki að kikja með Nikustelpunni í bíó um helgina, hana langar svoooo að sjá Undrahundinn...hihi smekkurinn er að breytast hjá henni og hún er farin að fíla svona leiknar myndir betur en teiknimyndir....úff hún er að verða svo stór þessi elska.

jæja best að setja sig í stellingar...Horatio minn fer að birtast á skjánum:)muhahahhaha

m

miðvikudagur, mars 26, 2008

Mission Impossible

Jæja gott fólk, nú er "operation komast í gallabuxurnar" komið á fullt:)

Ég mætti í fyrsta leikfimistímann í hádeginu í dag!!! Ég fór reyndar bara ein, skildi Nóa Fannar eftir heima hjá pabba sínum, enda er hann ekki nema 3 vikna þessi ræfill og óþarfi að vera að þvæla honum með í svítalyktina af nýbökuðum mæðrum:)
Yngsta barnið í tímanum (þetta er sem sagt svona unga/mömmu leikfimi)var samt ekki nema 5 vikna þannig að ég hugsa að ég taki hann með þegar Smári fer að vinna aftur.
En ohhh hvað það var næs að taka aðeins á því, og Dagmar kennari var sko ekkert að skafa af magaæfingunum...akkúrat það sem ég þarf...á örugglega ekki eftir að geta andað fyrir strengjum á morgun:)

Annars er nú ekki svo margt að frétta. Páskarnir voru auðvitað æðíslegir, við skruppum austur í bústað og höfðum það svo bara huggó hérna heima og heima hjá ömmu og afa.

Nú er ég sko spennti kallinn því fyrsti barna-hittingurin hjá okkur vinkonunum verður á morgun!!!!! Ohhh ég get ekki beðið eftir að fá að sjá Karitas Evu og knúsa Kötlukrúttið mitt og Kristínu, ég hef ekki séð hana síðan hún var 5 vikna:)

Jæja við ætlum að skella okkur í eina búð og amma og afi eru búin að panta að fá að hafa börnin á meðan:) og það er auðvitað alveg sjálfsagt:)

þangað til næst.

TC
Mæja