My way

fimmtudagur, október 20, 2005

Social líf og LONDON BABY

Það er svo mikið að gera í social lífinu þessa dagana. Í kvöld fer ég í matarklúbb sem við skvísurnar hérna í vinunni erum í. erum með Indverskt þema og ég á að koma með aðalrétt, hlakka til að elda eitthvað gott, hitta skvísurnar og fá mér gott rauðvín með því.

Á morgun er það svo London BABY!!! God hvað mig er farið að hlakka til...eða er það mér farið að hlakka...nei heyrðu ég hlakka er það ekki??? WHATEVER...er alveg spennti karlinn!!!

Verð að segja að ég er alveg sjokkeruð á þessum sjónvarpsþætti sem ég grét svo yfir síðasta miðvikudag...Strong medicine. Finnst að hann ætti að heita WRONG medicine..þetta er alveg agalegt maður, allir deyja og læknarnir eru allir með MASSA vandamál í einkalífinu..og ég veit ekki hvað og hvað. Of nálægt raunveruleikanum if you ask me...plús það að allir læknaþættir VERÐA að hafa amk einn Dr. Hönk og í þessum þætti er bara enginn.

Sjúkraþjálfarinn minn tilkynnti mér það í gær að ég mætti/ætti ekki að vera að spranga um stræti Lúndúnarborgar á 12 cm hælunum mínum....SKO, hann þekkir mig greinilega ekki, rétt upp hönd sem hefur einhverntímann séð Mæju á strigaskóm???? Not gonna happen my friend, er komin með pæjuklippingu og fer sko ekki að krumpa stílinn í lágbotna skóm!!!

OAO
m-einn og ekki neinn og þarf á amk 12 cm að halda:)

þriðjudagur, október 18, 2005

Vinir og hárgreiðslufólk....

Hún nafna mín er algjört æði.....eða það hélt ég að minnsta kosti þar til ég sá nýja útlitið á bloggsíðunni minni. Þessi elska var svo góð að taka hana í gegn fyrir mig. Setti fyrst einhver fiðrildi á hana ( goood hún er svo væmin) og ég sagði að það væri nú ekki alveg ég ( já ég veit, agaleg að tuða í henni þegar hún var að gera þetta fyrir mig). Svo þurfti ég að rjúka og sagði henni bara að setja eitthvað á síðuna...eitthvað sem væri meira ég...og þá kom asninn með þessar country myndir..muuuuuuuuuuuuu hún er svo klikkuð.

Anyways, fór í klippingu og litun í gær, fannst ekki hægt að fara með rót niður á eyru til London. Er ný búin að skipta um hárgreiðslustofu og fer núna á mjög hip og cool stað...eiginlega of hip og cool. Það er tekið á móti manni með stóru "Hæææææææ ég heiti bleh bleh...hvað segir þú í dag????"...og ég sný mér ósjálfrátt við til að sjá hver var að koma inn..enginn...shit hann er að tala við MIG!!! Þá verð ég vandræðalega og segi "he he öhhhh ég segi allt fínt bara...en þú"...alveg eins og auli.
Svo byrjar klippiferlið. Og þá er allt í einu eins og maður sé kominn á elliheimili..alltaf talað við mann sem "við"..."hvað eigum VIÐ að gera í dag..."í hvernig fíling erum VIÐ??" Og ég verð aftur vandræðaleg og segi að VIð megum bara ráða hvað okkur finnst best því VIÐ erum ekki alveg viss...eða sko ég meina....whatever gerðu bara eins og þér finnst flott:)

Hvað með það, ég var nokkuð sátt við útkomuna þannig að ég hugsa að ég fari nú aftur...aldrei að vita nema VIÐ gerum eitthvað sniðugt saman aftur eftir 5 vikur.

dauði og djöfull...orbitrekkið er enn ósamsett, en ég finn á mér að eitthvað gerist í kvöld, á nefnilega von á iðnaðarmanninum í mat...aldrei að vita nema ég biðji hann að setja tryllitækið saman.

Nú er ég alveg orðin spennti karlinn fyrir London ferðinni. Dagskráin er þétt og létt..gvööð ég er svo mikið skáld!!!
við amo lendum seint á föstudagskvöldi. Þá er ferðinni heitið í Soho, út að borða og svo á einhverja bari. Á laugardaginn erum við að hugsa um að fara á Portobello markaðinn, borða svo í Notting Hill og fara svo í partý um kvöldið....verður stuð stuð stuð.
Á sunnudaginn ætla ég að reyna að komast í H&M og svo brunch og svo bara beint út á völl.
Hef miklar áhyggjur af bakinu á mér, kvíði alveg svakalega fyrir því að sitja í flugvélinni í 3,5 tíma. Er bara hreinlega ekki viss um hvort ég meiki það...verð bara að deyfa sársaukann með G&T.

well, that's it for now

m-með hip og cool hár

mánudagur, október 17, 2005

Hvernig dey ég???'

Var að koma úr hádegismat með Annie fannie og rakst á þetta líka skemmtilega net-próf...Hvernig dey ég???
Ef ég hefði átt að skjóta á eitthvað þá hefði það verið:
a) Úr hjartaáfalli eftir að hafa séð snák.
b) Á einvherju fylleríi þegar mér finnst sniðugt að skipta mér af öllu og öllum...gæti t.d verið lamin eða skotin eða eitthvað.
c) Úr leiðindum, t.d ef allir í­ famelí­unni væri erlendis og allir vinir mí­nir líka...þá mundi ég deyja úr leiðinum.

En nei ég kem til með að deyja úr:


You scored as Disease.
Your death will be by disease. Maybe a foreign bug or you don't brush your teeth. Ew. BRUSH!

Fannst þetta með tannburstunina algjör snilld. Málið var að ég þurfti að velja á milli tveggja valkosta, átti að segja hvort átti betur við mig. Valkostirnir voru a) "ég reyni alltaf að gera heiminn að betri stað til að búa á"..hahahah ekki alveg ég, og b) "personal hygiene is not a priority with you"...hmmmm ég get svosem alveg gúterað það, ryk og smá smuts hefur aldrei angrað mig.
Og þá kom þessi snilldarsetning..BRUSH your teeth!!! Muuuuu fæ stundum að heyra þetta frá Smára þegar ég sofna á­ sófanum og skríð svo beint upp í­ rúm.....muuuuuuu

m-andfýla

Helgarfréttir.....

Helgarfréttir les mbó, í fréttum er þetta helst:

Orbitrekk tækið sem átti að bjarga BMI stuðli húsfrúarinnar á nesinu er ennþá óvirkt. Húsfrúin segir að ástæðurnar séu margar og að leti hafi alls alls ekkert með það að gera. Formaður húsnefndar ( aka eiginmaðurinn) segir að sagan sé að endurtaka sig...en húsfrúin segir að of mikið utanaðkomandi áreiti....svo sem rúmið, sófinn og vikuskammturinn af Grönnum...séu aðal ástæðurnar. Ný vika nýtt æfingaprógram segir frúin og ætlar að standa sig eins og hetja...starting tomorrow.

Idol partý vertíðin er að hefjast. Samkvæmt partýmálaráðherra fer vertíðin vel af stað, hlátur kvótinn var fylltur á föstudaginn, enda nöfnurnar alveg í­ púkagírnum.

ÓKEYPIS IÐNAÐARMAÐURINN ( aka pabbi) var mættur uppúr hádegi á laugardeginum. Sturtuklefi var settur upp, ein mynd og kryddhilla. Telst kofinn nú þá íbúðarhæfur að mestu. Iðnaðarmaðurinn var verðlaunaður með rúgbrauði og síld, og var sáttur.

Sunnudagur er letidagur eins og allir vita, hjónin virða það og eru ekki með óþarfa vinnusemi eða dugnað á þessum degi.

Helgarfréttum er lokið, fréttir verða næst sagðar þegar eitthvað spennandi gerist.

m