My way

miðvikudagur, júlí 05, 2006

svefn og forseti Bandaríkjanna

einvherntímann heyrði ég það að forseti Bandaríkjanna væri þjálfaður upp í að þurfa bara 4 tíma svefn á nóttu. Ég hef alltaf verið mjög stolt af því að vera næstum eins og þeir, hef aldrei þurft að sofa nema 5-7 tíma og verið góð...

....sú var tíðin maður:) Nú er þannig komið fyrir mér að ég get ekki fyrir mitt litla líf farið á fætur á morgnanna...bara alls ekki. Ég er samt ekkert að fara neitt sérlega seint að sofa, bara í kringum 11 eða 12.
Úff held að þetta séu ellimerki, svei mér þá. Gæti reyndar líka verið að ég er orðin býsna lang-þreytt. Búið að vera sækó mikið að gera og það er sko löööngu kominn tími á frí:)

Að öðru, á mánudaginn komu hressir iðnaðarmenn til okkar til að setja upp nýju eldhúsinnréttinguna okkar (hin skemmdist í flóðinu mikla, þið munið).
Well, allt gekk vel...þangað til að í ljós kom að borðplatan passaði ekki. Hmmm ekki mikið mál..ég bjallaði bara í Bræðurna Ormsson og bað um nýja...alveg sjálfsagt, nema hvað að verksmiðjan í Danmörku er farin í frí þannig að ég gæti fengið borðplötuna í SEPTEMBER!!!!!!
!¨"#$%&/() ég er orðin FREKAR þreytt á þessu ástandi maður, það er alltaf eitthvað sem klikkar, það er eins og það sé bara lögmál frekar en undantekning.

Oh well, við skelltum bara gömlu upp og bíður þolinmóð fram í September:)


....er bara orðin pirruð af að skrifa þetta allt þannig að ég ætla að hætta og láta mig dreyma um vikuna okkar í Portúgal.....jeremías hvað ég hlakka til að fara....ætla að byrja daginn á góðu nuddi, fara svo í morgunmat og sleikja svo sólina þar til hún sest...ahhhhhhh það verður ÆÐI.

OAO
m-þreytti kallinn

mánudagur, júlí 03, 2006

Helgi helgi helgi

gott fólk, helgin var frábær!
Byrjuðum föstudaginn eftir vinnu hjá Dodda og Lovísu, fengum okkur Kína take away og röbbuðum....aðallega ég og Lovísa, pojkarna voru að horfa á boltann.
Svo þegar við keyrðum heim um níu-leytið hugsaði ég, "ættum kannksi að kíkja aðeins á Sjonna og Beggu"...og viti menn, Begga fékk hugboð eins og venjulega og hringdi hálftíma seinna. Sjonni er reyndar í útlandinum að horfa á HM, en Begga og Magga-mús komu og við áttum næs kvöld eins og venjulega.

Á laugardaginn sváfum við út, alveg til klukkan 10:). Smelltum okkur í bæinn að kaupa afælisgjöf handa Sylvía vinkonu hennar Veroniku, fengum okkur að borða og skutluðum svo stelpunni til ömmu og afa. Við hjónin fórum að sjá Click í bíó. Mér fannst þess mynd bara afbragðsgóð, við hjónin vorum nánast eina fullorðna fólkið í 4-bíó og við veinuðum úr hlátri fyrir hlé...svo veinaði ég úr gráti eftir hlé...en það er alltaf þannig með mig:)
Fórum svo á Hornið með mömmu og amo, mmmmmmm elska pizzurnar þar. Amo fór svo að sækja sína heittelskuðu ( sem var að vinna og missti af pizzunum...bömmer)og við hin fórum heim að horfa á Stevie. Kíktum á Wedding Crashers, Smári og mamma voru ekki búin að sjá hana og ég var sko meira en til í að sjá hana aftur...ferlega "ekki-fyndin" í annað sinn eitthvað:(

Nikustelpan fór í afmæli á sunnudaginn og við Smári nýttum tímann í að versla inn fyrir vikuna og kíkja á sundföt og fleira...VIÐ ERUM NEFNILEGA AÐ FARA TIL PORTÚGAL.....VEIIIII. Ég fékk mail um daginn frá Smára þar sem var staðfesting á ferðabókun....svo sætur þessi elska:)

Í dag kemur Laufey að passa hana Veronikus...jeremías hvað mér finnst ég vera orðin fullorðin!! Farin að fá stelpur sem eru bara NOKKRUM árum yngri en ég sjálf til að passa barnið allan daginn....með stelpu í vist..hi hi hi. Vonandi gengur þetta samt vel,því við Smári hörðum hugsað okkur að vinna í 2 vikur af "leikskólalokuninni" til að eiga frí eftir í hasut, ætlum nefnilega að skella okkur til Houston Texas(hahahha finnst alltaf jafn fyndið að segja þetta, líður eins og J.R eða Pamela í Dallas)

Well ný vinnuvika, sem verður vonandi fljót að líða því ég er virkilega farin að hlakka til að fara í frí...nei meira svona ÞARF að komast í fri:)

OAO
m-singing in the rain