My way

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Helvítis fjöldapóstur

Maja Blöndal vínkona mín er algjör snilld....en samt ekki:) Hún er alltaf að senda manni einhverja svona hallærislega spurningalista...eitthvað svona til að maður sýni sinn innri mann. Í lokin á þessum lummó lista var svo spurning sem hljóðaði svo: 2hver af vinum þínum er líklegust til að svara þessu EKKI" og Blöndalinn sagði auðvitað Mæja Ólafs...og þar með var búið að ögra mér og ég neyddist til að svara. Svona spurningalistar eru samt frekar fyndnir, allir að reyna að svara á einhvern fyndinn hátt en samt að rembast við að vera hreinskilin. Mér finnst þetta svipað og þegar fegðurðadrottningar eru að svara einhverjum "karakter spurningum" eins og "hvernig má bæta heiminn bullshit"...anyway's skal taka dæmi um mín eigin svör og þá sjáið þið svart á hvítu að maður er ekki hreinskilinn nema up to a point:

2.EF ÞÚ GÆTIR SNÆTT HÁDEGISVERÐ MEÐ EINHVERJUM FRÆGUM, HVER VÆRI ÞAÐ? Væri laveg til í smá dinner með Nelson Mandela, Kofi Annann, Bill Clinton og væri ekki snilld að fá að ræða í nokkra tíma við Georg W. Bush??? Ohhhhh en fallegt og pólitískt svar hjá mér....Rétt svar er auðvitað...Jude Law, Brad Pitt eða George Clooney!!

19. HVAÐA PERSÓNUEIGINLEIKA FYRIRLÍTURÐU? Þröngsýni og hræsni eru eiginleikar sem mér finnst afskaplega leiðinlegir hjá fólki, en verð nú að segja eins og nafna mín, held að ég fyrilíti engann, allavega ekki persónulega. Ahhhh annað fallegt svar, en rétt svar er auðvitað "allir sem eru ekki eins og ég eru MORONS"!!

En ég verð nú að viðurkenna að sum svörin komu beint frá hjartanu:

30. ERTU MEÐ LÍFFÆRAGJAFAR KORT? Nei en er búin að segja nánustu fjölskyldu frá því að ég vilji gefa?er ekki viss hver mundi vilja þiggja samt?útreykt lungu?nei takk, rauðvínleginn lifur, nei takk, háþrýstidælu-hjarta, nei takk?.kannksi hornhimnurnar, nei takk er með -3,75??einvher sem vill þiggja kartöflunef?????

32. HVAÐ KEMUR ÞÉR Í GÍRINN? Kúplingin off course my horse.

8. GETURÐU SNERT NEFIÐ Á ÞÉR MEÐ TUNGUNNI? Nei?en svakalega væri það nú gaman að geta það

26. GETURÐU JÖGGLAÐ? Nei?jesús minn, ég er bara alveg talent-lausL

OAO

m-alveg með fegurðardrottningarsvörin á hreinu...just in case



miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Sjónvarps-viðbjóður

Er það bara ég eða er sjónvarpsþættir orðnir of grófir?
Ég get svarið það ég er bara ein taugahrúga á kvöldin, ýmist grenjandi eða með viðbjóðurshroll.

Er oft búin að minnast á Strong Medicine, ég næ varla andanum vegna ekka þegar ég horfi á þann þátt.

Í gær horði ég á Over There, nýr svona stríðsþáttur. Jesús minn, það er eins og sé verið að reyna af öllum krafti að vekja hjá manni viðbjóð. Dæmi: einn arabi var skotinn með einhverri dúndur byssu... og hann splúndraðist..nema fæturinir, þeir voru heilir og tóku eitt eða tvö skref áfram..ÁN BÚKS...oj oj oj þvílíkur viðbjóður og algjör óþarfi. Svo var USA herbíll sprengdur í loft upp...og næsta sena sýnir ungann soldier alveg gjörsamlega VEINANDI, hafði slasast á fæti..svo þegar átti að færa hann yfir á börur,þá bara SLITNAÐI FÓTURINN AF HONUM...jökkkk, full ógeðslegt fyrir minn smekk.

Anyways, á eftir þessum ógeðisþætti ( sem ég á pottþétt eftir að vera límd við í framtíðinni) kom Crossing Jordan. Ok Mæja alveg til í að horfa á einn svona "aha...hann var skotinn með mjög sérstakri kúlu sem vex eingöngu á trjám við bullet street nr. 9"...algjört rugl stundum, svipað og CSI...anyways, þátturinn byrjar og á fyrstu sekúndunni var kona skotin í tættlur...blóð út um allt. Ok ekkert að því svosem, alltaf einhver sem þarf að deyja:). En svo þegar þátturinn hélt áfram þá var þetta um barnavændi og viðbjóð. ég get bara ekki horft á svona ógeð, fer bara að hágrenja og líður illa!!

Úff ég er að segja ykkur það, í kvöld ætla ég að leigja mér spólu með Bangsímon og félögum!!!!!!!!!


m-orðin soft