My way

mánudagur, ágúst 14, 2006

HERREGUD I HIMMELEN

....ég segi ekki meir.

PAN klúbburinn kom sem sagt saman á föstudaginn á nesinu. Fólkið mætti um átta leytið og við vorum eins og börn að mæta í barnaafmæli, við gátum ekki beðið eftir pakka-leiknum, sem í okkar tilfelli eru SÆKÓ góðu mojito's hans Frosta...damn it dude, þetta er náðargáfa!!!

Maturinn var aukaatriði, en þar sem eiginmaðurinn var über stoltur yfir að hafa séð um forrétinn er rétt að lista þetta allt saman upp.
Í forrétt var reykt ær-file og svartfugl með "bleikri sósu" og rucola...sósan hét einhverju svaka nafni..man bara að það var kampavínsedik í henni. Smári var svo ánægður með sig að hann sagði reykt ær-file svona 57 sinnum allt kvöldið...held að honum hafi fundist það pínu sexy...skil nú samt ekki alveg afhverju:) með forréttinum var drukkið freyðivín....UPPÁHALDIÐ MITT.

Í aðalrétt var mexican kjúklinga lasagne a'la Maja Blöndal...svaka gott og ég á sko eftir að gera þennan rétt aftur..thanks babe!

Eftirrétturinn var svo borinn fram klukkan korter yfir fimm morguninn eftir!!!!!!! Jii vitiði þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég gleymi að bera fram eftirrétt:) Ég er sjálf ekkert mikið fyrir eftirrétti, er meira fyrir MAT og svo er ég yfirleitt búin með eitt eða tvö rauðvínsglös:) með matnum og þá langar mig bara ekkert í neitt annað.....nema meira rauðvín:)

Allavega, eftir matinn skiptum við liði ( eins og svo oft áður). Við stelpurnar sátum í eldhúsinu og töluðum um barnauppeldi og strákarnir í stofunni og töluðu um....whatever það er sem þeir tala um:)
En svo var blásið til BUZZ keppni. Strákarnir byrjuðu, en svo var komið að okkur stelpunum.....argggg ég hef aldrei á æfi minni séð verri frammistöðu en hjá okkur S.....ég endaði með 3000 stig í MÍNUS!!!!!!!....hjúkkit að það sést samt ekki á skjánum, það er ekki hægt að komast undir núll þar:) S fékk nú fleiri stig en ég, en ég held að hún hafi nú bara dottið á fjarstýringuna þegar hún fékk þau:)
D og G rústuðu þessu sem sagt og D ber enn titilinn BUZZ-queen PAN klúbbsins...en bíddu bara vinkona, ég er viss um að ég næ þér næst....eða þarnæst:)

Jæja svo var bara haldið áfram að BUZZA og kjafta...og dúdda mía hvað við kjöftuðum....og hlógum, ég er enn með strengi!!!

Sem sagt alveg klassíkur PAN-hittingur sem endaði klukkan 6 um morguninn.....rétt eftir að við renndum síðasta bitanum af eftirréttinum niður:)


ahhhhh það er svo geggjað að þekkja svona geggjað lið...thanks people!!!!!!!!!!!

vaknaði svo klukkan 10 á laugardaginn eftir að hafa sofið í 3,5 tíma, alveg fersk og tilbúin í slaginn......


OAO
m-PAN-FAN