Skemmtileg helgi
Jæja maður hefur alltaf frá mestu að segja eftir helgarnar.
Ég er haldin alvarlegri svefnsýki þessa dagana! Ég get bara ekki með nokkru móti haldið mér vakandi lengur en til hálf tíu á kvöldin, alveg sama hvað ég reyni og hvað það er skemmtileg dagskrá.
Helgin byrjaði einmitt þannig, ég var sofnuð fyrir framan stevie fyrir klukkan tíu á föstudagskvöldið....missti svosem ekki af miklu þar sem Idol þátturinn fór svoleiðis í taugarnar á mér að ég varð að skipta um rás!!! Ojj hvað mér fannst þetta leiðinlegt, dómararnir töluðu og mölðu aaaaallt of mikið og Björn Jörundur gat ekki einu sinni haldið mér við efnið þrátt fyrir óheyrilega fyndin komment:)
Laugardagsmorgun...ég vakanði eldhress eftir 10 tíma svefn. Fjölskyldan brunaði austur í sveitasæluna...ahhhh það er svoooo afslappandi! Nói Fannar sver sig í ættina og fer í anna gír þegar hann kemur í sveitina, dundar sér bara og er slakur! Afi og Nika fara alltaf í göngutúr saman og í þetta sinn var farin niður að HVítá og smáteinum kastað í klakann til að gera lítl göt...það þarf ekki mikið til að gleðja þennan náttúrufræðing. Lambakjöt, pottur, Vikan og spjall....næs næs næs.
Svo héldum við Blöndalinn sameiginlegt afmæli fyrir Karítas Evu og Nóa Fannar..enda ekki nema 12 dagar á milli ungana. Alltaf gaman að hitta skvísurnar..fyndið hvað við eigum orðið mikið af börnum...miklar dúllur og þeim finnst svo gaman að hittast líka...það finnst mér ómetanlegt:)
jæja ekkert spennandi, bara venjuleg róleg helgi hjá okkur:)
OAO
m-róleg
Ég er haldin alvarlegri svefnsýki þessa dagana! Ég get bara ekki með nokkru móti haldið mér vakandi lengur en til hálf tíu á kvöldin, alveg sama hvað ég reyni og hvað það er skemmtileg dagskrá.
Helgin byrjaði einmitt þannig, ég var sofnuð fyrir framan stevie fyrir klukkan tíu á föstudagskvöldið....missti svosem ekki af miklu þar sem Idol þátturinn fór svoleiðis í taugarnar á mér að ég varð að skipta um rás!!! Ojj hvað mér fannst þetta leiðinlegt, dómararnir töluðu og mölðu aaaaallt of mikið og Björn Jörundur gat ekki einu sinni haldið mér við efnið þrátt fyrir óheyrilega fyndin komment:)
Laugardagsmorgun...ég vakanði eldhress eftir 10 tíma svefn. Fjölskyldan brunaði austur í sveitasæluna...ahhhh það er svoooo afslappandi! Nói Fannar sver sig í ættina og fer í anna gír þegar hann kemur í sveitina, dundar sér bara og er slakur! Afi og Nika fara alltaf í göngutúr saman og í þetta sinn var farin niður að HVítá og smáteinum kastað í klakann til að gera lítl göt...það þarf ekki mikið til að gleðja þennan náttúrufræðing. Lambakjöt, pottur, Vikan og spjall....næs næs næs.
Svo héldum við Blöndalinn sameiginlegt afmæli fyrir Karítas Evu og Nóa Fannar..enda ekki nema 12 dagar á milli ungana. Alltaf gaman að hitta skvísurnar..fyndið hvað við eigum orðið mikið af börnum...miklar dúllur og þeim finnst svo gaman að hittast líka...það finnst mér ómetanlegt:)
jæja ekkert spennandi, bara venjuleg róleg helgi hjá okkur:)
OAO
m-róleg