My way

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

dinner and a movie

Jæja ég fór út að borða með skvizhópnum í gær á Kringlukrána...mmmm pizzurnar þar eru baaara góðar. Við skelltum okkur svo í bíó, sáum "He's just not that into you". Myndin var bara ágæt en eftir myndina vaknaði heit umræða um heita karlmenn. Og eins go svo oft áður þá vorum við Blöndalinn aaaalgjörlega ósammála.
Henni finnst þessi karlmaður ljótur:





OMG, mér finnst hann svakalega hot, en Maja sagði að hann liti út fyrir að vera fullur....sem mér hefur nú fundist kostur hingaðtil..hahahhahaha

Hún viðurkenndi svo að hún væri pínu skotin í Andu Carcia



Ok ekki ljótur en hinn er svoooo miklu meira HOT!!!!

Nikos Ramazotti var frekar spennt yfir öskudeginum, vaknaði einu sinni fyrir miðnætti og mætti þá fram alklædd í kanínubúningum sínum hálf úldin og spurði pabba sinn afhverju hann væri að horfa á sjónvarp um morguninn...ökkk klukkan er 10 um kvöld Veronika, farðu aftur að sofa var svarið.
Þegar ég kom heim á miðnætti þá vaknaði hún aftur og fór aftur að klæða sig í búninginn, alveg kexrugluð og hélt aftur að það væri komin morgun!!!

Jæja best að fara aftur að vinna...eða brainstorma eins og við sölumenn segjum:)

m-með heilafrysting

mánudagur, febrúar 23, 2009

Mánudagur

Besta ráðið við mánudags-blús er að vera atvinnulaus í smá tíma:)
Ég var alveg í kasti í gærkveldi yfir því að eiga "venjulegan" sunnudag, þ.e dagurinn sem kemur á undan vinnuvikunni...snilld!!!



Horði á Rétt í gær, ég verð að segja að ég hef verið mjög hrifin af þessum íslensku þáttum sem hafa verið í sýningu á síðustu mánuðum. Yfirleitt finnst mér bara erfitt að horfa á íslenskt efni, ég þarf t.d að hafa íslenskar bíómyndir í botni til að hreinlega heyra það sem fólk er að segja....og nei ég er ekki heyrnalaus, ég þarf þess ekki þegar ég horfi á enskt efni (..án texta auðvitað).

Helgin var góð. Tók skrall með annsý á föstudeginum, var my usual self og neitaði að fara heim fyrr en búið var að kveikja öll ljós og alveg öruggt að það var ekkert stuð eftir í kroppnum...var þar af leiðandi pínu ryðguð á laugardeginum en ekkert allt of alvarlegt.

Við annsý kíktum svo á Þóru á sunnudaginn, fengum að sjá litla prinsinn hennar sem fæddist í janúar og hann er svooooo sætur!! Vá hvað mér finnst Þóra dugleg að vera með tvö börn og akkúrat árið á milli þeirra.....og hún lítur ennþá út eins og súper módel...engar jogging buxur og flíspeysa á þeim bænum!


OAO
m-working girl