Nýtt ár
Gott að hafa aðhald í blogginu eins og öðru.....Bköndalinn og Króksarinn eru sko betri en enginn í að tuða í mér:)
Well, Gleðilegt nýtt ár öllsömul. Þessi áramót voru ólík öðrum áramótum þar sem er lá undir teppi alveg sárlasin:( Ohhh hvað það sökkaði feitt maður....Veronika að kafna úr spenningu....og reyndar bóndinn líka..yfir blysum og sprengjum og ég gat ekki tekið þátt í neinu. En ég rauk nú samt út á miðnætti til að sprengja 2005 í burtu, en aldrei þessu vant fór ég ekki að skæla..hafði bara ekki orku í það:)
Mér finnst nefnilega alltaf svolítið sorglegt að kveðja það gamla..en um leið skemmtilegt að fagna því nýja. Árið 2005 er búið að vera MJÖG busy ár hjá litlu fjölskyldunni, og ég vona að 2006 verði jafn skemmtilegt, en kannski aðeins rólegra ár.
Desember 2005, eins og ég er búin að margsegja þeim sem ég tala við reglulega, verður mánuðurinn sem verður fyndinn á næsta ári. Ég lærði nú heilmikið um sjálfa mig á meðan ég stóð í þessu bak-veseni. Þessi tilfinning að VILJA gera eitthvað en bara hreinlega GETA það ekki er ekki góð. Mér fannst eins og ég væri dottin út einhvern veginn og að venjulega þrjóska og frekja náði ekki einu sinn að koma mér á lappir...já já ég veit, smá drama en svona var þetta nú samt!!
Í framhaldi af þessu var áramóta heitið ekki þetta venjulega "fara í megrun, hætta að reykja, vera betri manneskja", heldur hreinlega að fara almennt betur með mig ( hahahhahah snilld! það felur auðvitað í sér all the above!!!)...við höfum bara einn líkama og ef hann gefur sig þá er er maður screwed.
Að skemmtilegri hlutum. Við hjónin fórum á King Kong í gær. Mæli hiklaust með henni, hún er mjög góð! Við réðum 16 ára stelpu til að passa Veroniku í gær, hún virkar mjög vel á okkur og nú ætlum við hjónin að vera duglegri við að kíkja í bíó, kaffihús og út að borða saman...það er svo mikil slökun í því að komast aðeins út.
Í kvöld erum við að hugsa um að kíkja til Ingvars og Aldísar, þau eru búin að bjóða nokkrum hjónum til sín og ætlum við öll að kíkja á þrettánda brennuna í Mosó með krakkana okkar. Djís, þegar maður segir þetta svona í fleirtölu þá fattar maður hvað maður er orðinn gamall. Við Aldís og Magga vorum saman í fæðingarorlofi 2001 og þær komu báðar með barn númer 2 á síðasta ári!
well, þetta verður að duga sem áramóta-blogg.
Thanks for by-gones ( hhahahaha muniði úr Ally McBeal)....og hlakka til að eiga skemmtilegar stundir með ykkur á nýju ári!
OAO
m-dramaqueen
Well, Gleðilegt nýtt ár öllsömul. Þessi áramót voru ólík öðrum áramótum þar sem er lá undir teppi alveg sárlasin:( Ohhh hvað það sökkaði feitt maður....Veronika að kafna úr spenningu....og reyndar bóndinn líka..yfir blysum og sprengjum og ég gat ekki tekið þátt í neinu. En ég rauk nú samt út á miðnætti til að sprengja 2005 í burtu, en aldrei þessu vant fór ég ekki að skæla..hafði bara ekki orku í það:)
Mér finnst nefnilega alltaf svolítið sorglegt að kveðja það gamla..en um leið skemmtilegt að fagna því nýja. Árið 2005 er búið að vera MJÖG busy ár hjá litlu fjölskyldunni, og ég vona að 2006 verði jafn skemmtilegt, en kannski aðeins rólegra ár.
Desember 2005, eins og ég er búin að margsegja þeim sem ég tala við reglulega, verður mánuðurinn sem verður fyndinn á næsta ári. Ég lærði nú heilmikið um sjálfa mig á meðan ég stóð í þessu bak-veseni. Þessi tilfinning að VILJA gera eitthvað en bara hreinlega GETA það ekki er ekki góð. Mér fannst eins og ég væri dottin út einhvern veginn og að venjulega þrjóska og frekja náði ekki einu sinn að koma mér á lappir...já já ég veit, smá drama en svona var þetta nú samt!!
Í framhaldi af þessu var áramóta heitið ekki þetta venjulega "fara í megrun, hætta að reykja, vera betri manneskja", heldur hreinlega að fara almennt betur með mig ( hahahhahah snilld! það felur auðvitað í sér all the above!!!)...við höfum bara einn líkama og ef hann gefur sig þá er er maður screwed.
Að skemmtilegri hlutum. Við hjónin fórum á King Kong í gær. Mæli hiklaust með henni, hún er mjög góð! Við réðum 16 ára stelpu til að passa Veroniku í gær, hún virkar mjög vel á okkur og nú ætlum við hjónin að vera duglegri við að kíkja í bíó, kaffihús og út að borða saman...það er svo mikil slökun í því að komast aðeins út.
Í kvöld erum við að hugsa um að kíkja til Ingvars og Aldísar, þau eru búin að bjóða nokkrum hjónum til sín og ætlum við öll að kíkja á þrettánda brennuna í Mosó með krakkana okkar. Djís, þegar maður segir þetta svona í fleirtölu þá fattar maður hvað maður er orðinn gamall. Við Aldís og Magga vorum saman í fæðingarorlofi 2001 og þær komu báðar með barn númer 2 á síðasta ári!
well, þetta verður að duga sem áramóta-blogg.
Thanks for by-gones ( hhahahaha muniði úr Ally McBeal)....og hlakka til að eiga skemmtilegar stundir með ykkur á nýju ári!
OAO
m-dramaqueen