My way

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Nei sko...nýtt blogg

Nú verður gaman að sjá hvort ég er ennþá inni á blogrúnti hjá fólki,,,hef ekki skrifað í maaaarga mánuði.

Ég les alltaf "bakþanka" aftaná Fréttablaðinu, mér finnst þetta alltaf svo skemmtileg skrif, fólk að skrifa um kreppu og svona..en alltaf á hnyttinn hátt. Það sem slær mig er samt að það virðist eingöngu vera vinstri fólk sem skrifar þessa pistla.....sem er bara fínt, þau hafa greinilega húmor þrátt fyrir allt:)

Kreppan er auðvitað ekkert grín en ég er búin að hugsa ( og rífast mikið) um þetta og nú ætla ég að deila með ykkur öllum (3) sem lesið þetta blogg hvernig ég lít á þetta.

Ég hugsa um þetta útfrá eigin rassi (auðvitað, enda sjálfstæðismanneskja mikil) og kýs að setja þetta upp eins og fjölskyldu. Mamma, pabbi og börn!

Mamma stjórnar heimilinu og hefur gert í laaangan tíma. Mamma sofnaði samt aðeins á verðinum og var farin að leyfa allt allt of marga nammidaga og bíóferðir og skemmtanirnar voru orðnar allt of margar...of mikið sukk á heimilinu hreinlega.
Hvað gerist???
Börnin verða kolvitlaus (þjóðfélagið) og fara að kasta grjóti og slá sleifum í potta, alveg lost yfir því hvernig mamma fór að því að missa tökin. Mamma fer auðvitað alveg í baklás við svona framkomu og ákveður að leggjast í bælið bara, svara engum spurningum og er bara dauðhrædd við brjáluð börnin.
Börnin vinna (eins og alltaf) og ákveðið er að pabbi, sem hefur hingaðtil ekki tekið allt of mikinn þátt í heimilshaldinu, aðallega nöldrað um að börnin séu óþekk og að það þurfi nú að fara að GERA EITTHVAÐ, á að taka við.
Pabbi tekur við...og allir eru glaðir...mamma er samt eitthvað óróleg í svefnó samt sem áður og neitar að láta af lyklavöldum "without að fight"
Allaveg, nú er pabbi tekinn við og börnin eru sjúklega ánægð með að fá smá rútínu í líf sitt aftur.

...málið er bara að pabbi er bestur í að nöldra!! Hann er þetta mikilvæga aðhald sem mamma þarf, en hann er ekkert sérlega góður í að stjórna:)
Hann byrjar samt vel, hann hendir öllum mat úr ísskápnum og ákveður að héðan í frá þá verður ekkert annað en lífrænt ræktaðar nýrnabaunir og msg fríar gulrætur á borðum.
....en ég er viss um að áður en langt um líður þá verður pabbi farinn að átta sig á því að mamma var bara ágæt, hún var búin að búa til góða rútínu, þrátt fyrir að hafa gleymt sér aðeins þarna í millitíðinni.
..pabba finnst erfitt að skipuleggja tíma sinnn, hann nær aldrei í Heilsuhúsið til að kaupa soya mjólkina og fer að koma oftar og oftar heim með Subway ( bara grænmetisbát samt) og er farinn að eyða meiri pening en mamma!
...Börnin átta sig á því að það var betra að hafa mömmu við stjórnvölin og pabba sem aðhald ( nöldursegg).


Voila!! Þetta er bara svona einfalt:) Munið þessa sögu mína þegar þið gangið inn í kjörklefana í vor:):)


OAO
m-hægri hægri snú