My way

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Litla Asparholt

...þið vitið eins og litla-Hraun:)

Jæja ég fór í skoðun í gær og blóðþrýstingurinn var sky-high. Ég var auðvitað grounded og fæ ekki að vinna í dag né á morgun, en fékk sérstakt leyfi til að kíkja í vinnuna í næstu viku til að ganga frá lausum endum.

Fyrsti dagur fangelsisvistarinnar ( ahhhh eeeelska þegar ég er svona dramatískt) var sem sagt í dag. Ég byrjði á spítalanum í mónitor og sem betur fer kom þetta allt saman vel út, það fer vel um litla maninn minn og þrýstingurinn aftur orðinn góður hjá mér. Fór þaðan í morgunmat til pabba og svo beint heim,....og lagði mig!!!



var eiginlega bara að vakna og nú er ég að bíða eftir Smára og Veroniku úr ballett tíma og við ætlum að hitta fjölskylduna hans Smára á Ruby Tuesday, Atli Björn á nefnilega afmæli í dag og hann er líka að flytja til Noregs, ákváðum að hittast aðeins áður en hann fer:)


Annars er allt bara rólegt í bumbunni minni. Ég var með rosalega fyrirvaraverki í síðustu viku, en mér finnst þeir hafa minnkað ef eitthvað er. Hlakka til að fá alvöru verki og fara af stað hérna heima. Við Smári misstum af öllu svoleiðis fjöri síðast og ef ég held áfram að vera svona mikill engill sem sefur bara á daginn þá ætti þrýstingurinn að haldast niðri og ég fá að fæða bara á eðlilegan hátt...fingers crossed!!

jæja, ætla að sletta smá meiki og varalit á mig.

TAKE CARE
m-dugleg

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Frábær helgi

Jæja sunnudagskvöld, frábær helgi að baki.

Ma og pa fengu Nikustelpuna lánaða á föstudaginn og hún fékk að gista þannig að við Smári ákváðum að fara út að borða. Hringdum í Beggu og Sjonna og þau voru sko til í að kíkja með okkur. Fórum á Domo, og það get ég sagt ykkur að þetta er by far flottasti veitngastaðurinn í Rvik, ekki spurning. Þau 3 fengu sér sushi í forrétt og það var alveg rosalega gott fannst þeim og það var virkilega töff borið fram. Ég fékk mér kengúrukjöt og það er bara með því betra sem ég hef smakkað!! Í aðalrétt fengum við Smári okkur önd en þau fengu sér humar-fyllta lúðu. Öndin mín var perfect, en eitthvað var fólk nú mis-ánægt með aðalréttinn. Svo byrjaði stuðið....rafmagnið fór og við sátum bara í svaka kósý fíling við kertaljós....stemmning!! Sem betur fer vorum við búin að borða.

Fórum heim um 23.30...sú ólétta alveg gjörsamlega búin á því.

Vöknuðum seint á laugardaginn og sóttum stelpuna okkar, hún var að kafna úr spenningi því hún var að fara í "fyrsta partýið sitt"...jeeee minn eini hvað henni fannst spennandi að vera að fara í partý!!! sko, ekki afmæli, heldur partý:) Við smári fórum á Café Paris á meðan, í Kringlunni. Virkilega flottur staður, ég mæli með honum , töff hönnun og góður matur. Sóttum svo partýstelpuna kl. 14 og fórum heim.

Eitthvað var húsfrúin orðin óróleg um kl. 17,nennti ekki að vera heima að glápa á Stevie þannig að við ákváðum að fara í kvöld-sundferð:) tólkum Kamillu vinkonu hennar Veroniku með okkur og skelltum okkur alla leið í árbæinn. Ahhhhh ekkert smá notó, myrkur og rigning og við að chilla í heitapottinum:) Buðum svo stelpunum út að borða á Sprengisand.

Í dag svaf svo fjölskyldan til 11...allir frekar þreyttir greinilega:) Tókum svo á móti Önnu Siggu, Maju og Rebekku og öllum gríslingunum....og borðuðum pizzu og kjöftuðum. Æðislega gaman!!!

Matur hjá ömmu og afa og svo bara leti fyrir framan stevie.

Bumbustrákurinn minn er ennþá á sínum stað...ætli hann lúri ekki bara þarna inni alveg fram á 40 viku...voooona amk að hann komi ekki seinna, þetta er orðið ágætt og ég er farin að fá massa samdrætti og verki...nenni því ekki í meira en 3 vikur í viðbót:)

jæja...ætli ég fari ekki bara að drífa mig í háttinn.

OAO
m-þrýstiklefi