My way

föstudagur, nóvember 11, 2005

TGIF

Fórum í síðbúið afmæli til ásgeirs í gær, svaka fínt. Nikustelpan var alveg að kafna úr spenningi enda var ég búin að segja henni að við færum á háttatíma ( kl. 20) og það var nóg til að hún missti sig úr spennu:)

Annars ekkert nýtt svosem, hvet alla til að lesa síðustu færslu hjá Blöndalnum..alltaf jafn gaman að þessarri elsku.

Idol og rólegheit í kvöld, sumarbústaður á laugardaginn og svo afmæli hjá Selmu snúllu frænku minni á sunnudaginn...sú er orðin 13 ára....úff hvað það svíður þegar "börnin" verða eldri, eins og vanalega finnst manni maður sjálfur hafa verið 13-14 í gær bara...well þýðir ekki að grenja yfir því...bara að eldast með grace..( já María Blöndal, við erum að eldast þó svo að þú viljir ekki viðurkenna það:))

er andlaus..blogga meira ef ég finn gyðjuna í mér á eftir.

OAO
m-5 tímar í helgi

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

SNILLD

Jesús minn, ekki nóg með að ég sé tilfinningalega heft eins og Anna Sigga segir heldur kemur í ljós að ég er þetta tröll:



Viðskiptajöfur

Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.
Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.

Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.

Það er toppurinn að vera í teinóttu.



Hvaða tröll ert þú? http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/

Bíó maniac

Ég get sagt ykkur það, ég fer voða sjaldan í bíó, en síðastliðna viku er ég búin að fara 3svar!!!
Fyrst á "Kiss Kiss Bang Bang" með Mæju og Gunna-þessi mynd er algjör snilld, þvílíkt fyndin!
Svo fór ég á "In her shoes "með eiginmanninum ( muniði top 5 yfir þær verstu) og svo síðast í gær á "ElizabethTown" með Önu siggu.
Hélt virkilega að "In her shoes" væri með leiðinlegustu myndum sem ég hef séð...en ElizabethTown sló öll met...OMG talandi um að vera svo bored I almost fell into a coma!!!!!!!!
Anna sigga sagði að ég væri algjörlega tilfinningalaus...þetta hefði verið mjög hugljúf, sæt og rómatísk mynd....WHATEVER!!

Fórum svo á kaffihús að kjafta, kom ekki heim fyrr en rúmlega 1 og er basically dauð úr þreytu núna.

get ekki beðið eftir helginni, ætla sko að sofa og sofa og sofa....

OAO

m-tilfinnigaköld:)

mánudagur, nóvember 07, 2005

STUPID COMMENT!!

Gleymdi að blogga um eitt!!
Var að horfa á sjálfstætt fólk í gær...þátturinn sem ég þoli ekki, eða allavega ekki þáttastjórnandann. Ég get alveg orðið pödduvítlaus þegar hann byrjar með þetta "JÁ" comment sitt og ennþá verra þegar hann hallar höfðinu og spyr.. ( tekur yfirleitt 5 mín)..en hvað með ( löng pása) ástina?????? GUBB!!

Í gær sló maðurinn samt öll met, var að tala við Lindu P um barnið og fíknina og whatever. Maðurinn spurði SÖMU spurningarinnar aftur og aftur og aftur..."hvað með framtíðina" og "lýstu þessu helvíti fyrir okkur"....aumingja konan! Anyways, þau sitja á einhverju kaffihúsi og hún fær sér vatn og hann spyr "drekkur þú mikið vatn"...sem er náttúrulega verðlauna-spurning, réttiði manninum Edduna sko:)...anyways, hún svarar "já ég drekk mikið vatn, sérstaklega núna þegar ég er með barn á brjósti"...og þá kom þessi snilld..."JÁ...HVERNIG ER AÐ FINNA SPENDÝRIÐ Í SÉR??" WTF?????? Er maðurinn alveg gjösamlega búinn að missa það??? Ég hefði kýlt hann kaldann og sagt þú ert sjálfur belja þarna!!!!!!!

Eitt er víst að þetta er spurning sem ég ætla að nota á næsta KARL sem ég þekki sem eignast barn...hvernig er að finna spendýrið í sér?? Ég meina mannkynið í heild sinni eru spendýr ekki satt? Og ég veit ekki betur en að þetta byrjar allt saman útaf spenanum hjá körlunum.............

OAO
m-sjokkeruð

Helgarfréttir

Jæja vonbrigði helgarinnar eru auðvitað að Gísli Marteinn náði ekki kjöri. Ég verð nú að viðurkenna að ég er hálf hissa á þessu, ég meina fólk er alltaf að tala um að það þurfi ungt fjölskyldufólk inn á þing og inn í borgina...en svo kýs fólk bara allt annað. Spælandi, en ég er sannfærð um að Gísli Marteinn fái tækifæri seinna til að sanna sig.

Helgin okkar var fín. Á föstudaginn komu Anna Fanney og Oddur Jarl sonur hennar til okkar. Við borðuðum sænskar kjötbollur með kartöflumús og sultu. Mikið var gaman að gefa loksins einhverju barni með matarlyst að borða. Mínum manni fannst bollurnar mínar bara þrælgóðar og borðaði á sig gat....á meðan músin mín tók einn bita og fór að biðja um eftirrétt:)
Við kíktum svo á Idolið og vorum voða fegin að sjá að hún Sara sem vann einu sinni með okkur er komin áfram...áfram Sara!!
Eftir idolið fór húsfrúin nú að slappast, er búin að vera með einhverja "#"&#=/& kvefpest í vikunni og ég snarversnaði á föstudeginum.

Kvefið kom í veg fyrir að við fórum að snorkla í Silfru eins og til stóð á laugardeginum. Ásgeir bróðir og Helgi vinur hans héldu uppá afmælin sín með því að bjóða fólki í Silfru..frekar spælandi að komast ekki en maður verður að vera skynsamaur og vera ekkert að leggjast í lugnabólgu og læti.

Amma og Veroniku voru búnar að skipuleggja stelpudag á laugardeginum og við eiginmaðurinn nýttum tækifærið og kíktum í húsgagnabúðir. SJÆT hvað við sáum margt fallegt, en skelfilega er mikill verðmunur á þessum flottu húsgögnum og IKEA:)
Jæja eftir búðarrápið kíktum við á kaffihús...mmmm fórum á Vegamót, maturinn þar er ekkert smá góður. Í því hringdi amma og sagðist ætla að hafa Nikustelpuna fram á kvöld og þá ákváðum við hjónin að skella okkur í bíó. Fórum á "In her shoes" sem trónir nú á topp 5 listanum yfir leiðinlegustu myndir allra tíma...jiii minn ég hélt ég færi í kóma á tímabili úr leiðindum.
Laugardagskvöldið var rólegt, við lágum öll 3 saman fyrir framan Stevie..það er enn verið að ræða það hvort ég eða Nikustelpan sofnaði á undan....skemmtilega hress alltaf.

Sunnudgurinn var ekkert spes. Vöknuðum frekar seint og ákváðum að skítastuðlinum var orðin of hár, meiriaðsegja fyrir okkur...ojjjjj hvað okkur finnst leiðinlegt að þrífa..algjör viðbjóður. Að því loknu tók nú ekkert skemmtilegra við..MONSTER Bónus ferð...díó míó hvað við biðum lengi í röð..öruggglega 40 mín:(
En dagurinn endaði hjá ömmu þar sem við fengum dýrindis gúllas.

Busy vika framunda..en hey það eru bara 5 dagar í næstu helgi:)

m-með mánudagsblues