My way

þriðjudagur, mars 18, 2008

Allt að gerast

Maja vinkona og Gunni eignuðust gullfallega stúlka 16 mars sem hefur hlotið nafnið Karitas Eva:) Fallegt nafn á fallega stúlku og við getum ekki beðið eftir að fá að sjá hana með eigin augum:)

Við fjölskyldan fórum í fyrsta göngutúrinn í gær. Nói Fannar var tekinn sofandi úr vöggunni og skellt í vagninn og hann svaf nú herlegheitin af sér blessaður drengurinn..hahahha en ég er viss um að það hefur farið vel um hann þarna inni....enda dúðaði mamma hann...jiii hvað ég á það til að klæða hann of mikið:)
Veronika er komin í vorfíling og hjólar um allt Álftanes þessa dagana. Við vorum mjög stolt af henni því við sáum að hún er alveg með umferðar-reglurnar á hreinu, leiðir hjólið sitt yfir götur og alltsaman:)

Nætursvefninn kominn á gott ról aftur, enda var ekki í boði að drekka á 2 tíma fresti, mamma allt of mikil svefnpurrka til þess. Nú er bara ein gjöf um 1-2 leytið og svo önnur um 5 eða 6....við erum bæði sátt við það:)
Maður er samt hálf lúinn á kvöldinn eftir daginn, enda BRJÁLAÐ að gera hjá mér að hugsa um steinsofandi barn..hahhahaha

Hanna systir kemur heim í kvöld..VEIIIIII..það verður lunch á Álftanesinu fagra á morgun og svo ætlum við að bruna austur og eyða páskunum þar. Hanna þarf samt að fljúga aftur til London á sunnudaginn, þannig að þetta er stutt stopp í þetta sinn. Hún er flutt aftur til London núna og ég get ekki beðið eftir að heimsækja hana í sumar!

well..held að það sé nú ekkert fleira í fréttum:)

kv
m

sunnudagur, mars 16, 2008

Nóg að gera á stóru heimili

Jæja það er sko aldeilis nóg að gera hjá okkur þessa dagana.

Veronika er komin í páskafrí í eina og hálfa viku og er bara súper sátt við það, enda er von á Hönnu frænku frá USA, sumir græða nefnilega alltaf á því að fá þessa frænku heim:)

Nói Fannar vex og dafnar og er farinn að taka upp á því að vakna á 2 tíma fresti á nóttunni til að drekka, mömmu sinni til ómældrar gleði og ánægju...eða Þannig:) Englabossinn sem svaf alla nóttina er öööörugglega bara í vaxtarkipp og steinhættir þessu í næstu viku....hahahahah það má láta sig dreyma:)

Við fórum í ferðalag í gær, stórfjölskyldan. Við keyrðum austur í bústað og fengum okkur kaffi og kvöldmat hjá ömmu og afa. Virkilega gott að komast aðeins út og skipta um umhverfi og Veroniku okkar finnst fátt skemmtilegra en að fara austur. Hún dró ömmu sína og ásgeir frænda með sér niður að vatni í von um að geta veitt hornsíli:) Nói Fannar var hinn rólegasti þarna fyrir austan og eitthvað segir mér að þarna eigi hann eftir að eiga góðar stundir með ömmu, afa og Veroniku:)

Svo skellti frúin sér bara alein út áðan!!!! jÁ JÁ ég dreif mig bara í Hagkaup....muhahhaha það er ekki mikið um að vera þegar það þykir stórfrétt að hafa farið í Hagkaup, en svona gengur þetta nú fyrir sig hérna þessa dagana.

Já svo er nú annað....Gulli gullfiskur er allur!! Jeremías hvað hún Veronika grét, þetta var BESTI BESTI vinur hennar ( aldrei heyrt það áður)..nú pabbi var auðvitað sendur út í skúr að sækja skófluna og Gulli var grafinn í garðinum hérna hjá okkur. Veronika fór með bæn og söng við útförina...muhahhahahah æi greyjið henni fannst þetta virkilega erfitt:)Gulli skilur eftir sig vin sinn Blésa og nýja vin sinn Lottó, sem er ryksugufiskur sem vhs eignaðist á dögunum.....hvað lifa svona kvikindi almennt lengi haldiði??? get ekki beðið eftir að losna við að þrífa búrið!!!!!!!

OAO
m-ferðalangur