My way

fimmtudagur, desember 13, 2007

Pollyanna...eða hvað???

Var á námskeiði í morgun sem bar yfirskriftina 7 habits of highly effective people

Margt áhugavert sem þar kom fram...svosem ekkert nýtt eins og fyrirlesarinn sagði sjálf, en alltaf gott að láta minna sig á það endrum og eins að maður er sinn eigin herra, hver er sinnar gæfu smiður og að það er nauðsynlegt að hafa markmið til að maður sé ekki eins og lauf í vindi.......viðurkenni það alveg að það er frekar auðvelt að motivera mig:)



Þó er ég langt í frá sammála öllu þessu "sálfræði mambó jambó" sem er í gangi, sérstaklega ekki þetta SECRET kjaftæði sem er í gangi núna.

Flottasta setningin af námskeiðinu er tvímælalaust þessi:

"LIVE YOUR LIFE BY DESIGN-NOT DEFAULT"

Þetta finnst mér orð að sönnu og maður þarf að passa sig að festast ekki í sama farinu og átta sig á því að það breytist ekkert ef maður er á default, maður þarf að breyta því sjálfur...manually.





Smári kemur heim í kvöld, ég saknaði hans í vikunni...hormones:) verður gott að fá hann heim.

adios amigos
m-ekki á default

mánudagur, desember 10, 2007

Vetrarfjör

Jæja helgin var frábær, enda ekki við öðru að búast.
Bústaðaferðin byrjaði reyndar ekki vel, Egill hennar Dagnýjar tók flugferð niður stiga, fékk gat á hausinn og fékk 3 flott spor á Selfossi. En fall er fararheill og það sem eftir lifði helgarinnar voru allir í fínu formi.
Við fórum að sjá Gullfoss í klakaböndum og það var bara frábært, náðum fullt af fallegum myndum sem ég skal setja inn. Það var öruggelga -10°C, bara alvöru íslenskur vetur:)

Við smáfjölskyldan stungum svo af undan þrifum og brunuðum í bæinn eldsnemma á sunnudagsmorgninum því Smári þurfti að fara í flug kl.14. Hann verður í burtu alla vikunu:( Við Veroniku skelltum okkur í Smáralind, versluðum nokkrar jólagjafir og sáum svo jólaævintýrið sem er verið að sýna þarna í Smáralindinni. mér fannst það bara nokkuð skemmtilegt og Veroniku fannst það meiriháttar.
Enduðum svo í kakó og piparkökum heima hjá ömmu og afa.
þegar við komum heim vorum við ennþá í massa stuði þannig að ég fór að baka og Veronika fór að putta-prjóna....jiiiii við erum nú ekkert smá heimilislegar:)

Vikan er vel skipuð skemmtilegheitum. Jólaföndur hér í Vistor í dag, út að borða með gamla actavis matarklúbbnum á morgun, húðslípun á fimmtudaginn....sem ég hugsa að sé nú reyndar engin rosa skemmtun, en ég verð amk mjúk og fín fyrir jólin:)

best að byrja að vinna....

c'ya