My way

fimmtudagur, júní 12, 2008

Stemmari eða ekki stemmari

...það er nú spurningin.

Við Skvizumömmurnar ákváðum að byggja upp stemmningu fyrir djammið okkur um næstu helgi með því að fara saman á Sex and the city.
Undirbúningur hófst snemma og soghljóðin úr brjóstapumpunum heyrðust víst alla leið í Mosó!!!!
Með brjóstin tóm og gleði í hjarta héldum við af stað í Smárabíó. Við Anna Sigga komum á undan og vorum búnar að bíða í smá stund þegar við rekum augu í pínulítið skilti.....UPPSELT Á 20 SÝNINGU Á SEX AND THE CITY....

ha??? hvað meina þau með uppselt???

Uppselt eins og í við komumst ekki á myndina eða????
Jújú það var ekki séns fyrir okkur að komast saman á myndina ( var einn miði til sem ekki var sóttur úr pöntun og anna sigga var alvarlega að íhuga að taka hann:)).
En við ætluðum sko ekki heim, no way hose!!!
Nú var bara spurning, skella sér á ZOHAN með Adam Sandler eða THE HAPPENING með Mark Wahlberg....við ákváðum að Mark Wahlberg heillaði meira.....HUGE MISTAKE!!!!!

Þetta er sú VERSTA KVIKMYND SEM HEFUR VERIÐ FRAMLEIDD SÍÐAN....JA BARA FOREVER HELD ÉG!!!!!!!!!!!!
Herregud, leikurinn var hræðilegur, söguþráðurinn algjört rugl og þegar myndin átti að vera scary þá biluðumst við bara úr hlátri!!

Myndin náði samt ekki að drepa stemmarann...en var nærri búin að drepa okkur úr leiðindum:)


OAO
m-party animal