My way

þriðjudagur, mars 14, 2006

On fire bara

Var að koma af fundi og nenni ekki að byrja að vinna fyrr en ég er búin með kaffibollann minn...þessi er nr. 17 í dag held ég....verð að fara að minnka þetta.

Gvöð hvað ég þoli ekki þessa setningu maður, þetta er það eina sem ég segi þessa dagana.

"verð að fara að minnka reykingarnar" ( get ekki sagt hætt því þá fer ég að hyperventilera og fæ panikk attach),

verð að minnka súkkulaðiátið ( samt las ég það í vikunni að súkkulaði gerir mann svakalega hamingjusaman),

verð að minnka rauðvínsdrykkjuna ( las samt í vikunni..sama tölublaði og þetta með súkkulaðið...að það gerir manni ekkert nema gott)......

.....og lærdómurinn er: VIKAN rúlar, er bara besta blað sem hefur verið gefið út á Íslandi, og ætti að lesast eins og um biblíu væri að ræða...muuuuuuuuuuuu!!!!!!

Annars er allt bara eins og í gær. kom seint heim í gær, enda í mat hjá ma og pa...og FY FAN..það var búið að rífa alla innréttinguna niður og fýlan maður...oj oj oj það bara stínkar öll neðrihæðin af svona "blautsteypa" fnyk....vibbi.
Blöndalinn ( sem er sérlega lyktarnæm) er hér með formlega beðin um að fylgjast með þvi að ég sjálf fari ekki að anga svona ...úff ég mundi bara deyja.

Þar sem það eru nú bara Rebekka og Anna Lea sem lesa bloggið mitt þá þýðir kannksi ekkert að benda á nýjustu færslu hjá Blöndalnum...shitturinn titturinn hef ekki hlegið svona mikið síðan...ja bara síðan blöndalinn sagði/gerði síðustu vitleysu:)

well kaffið búið og best að fara að gera eitthvað....until next time..

m-rósarilmurinn leggur alveg af mér

mánudagur, mars 13, 2006

engar skammir????

Jæja það er orðið svo langt síðan að ég hef bloggað að blogg stöllur mínar eru ekki einu sinni að hafa fyrir því að skamma mig:)

well vikan var ekki skemmtileg. Afi sótti veroniku á mánudaginn, fannst hún eitthvað slöpp þannig að hún var mæld og reyndist vera með 39,5°C. Alveg ótrúlegt hvað þetta barn virðist þola hita vel, það er ekki hægt að sjá á henni að hún sé lasin greyjið.
við Smári erum því búin að vinna hálfan daginn alla vikuna á meðan hitt hefur verið heima hjá Nikustelpunni. Aumingja barnið var komið með þvílíkt case af cabin fever að annað eins hefur varla sést, hún grátbað okkur um að hleypa sér á leikskólann.
Samt var henni nú hleypt í leikhús á sunnudaginn með ömmu og afa, þau sáu Ronju Ræningjadóttur og börn og grandparents bar ánægð með sýninguna.

well þessi vika á ekki eftir að verða skemmtilegri því við nú er verið að taka eldhúsið okkar í gegn...já glænýja eldhúsið okkar. galli er í glugganum okkar og allt er orðið rennandi blautt...sko veggurinn. Nú þarf að rífa niður alla innréttinguna og laga....skemmtilegt maður...og við þurfum að setjast upp á mömmu og pabba...sem er nú kannski ekki svo slæmt fyrir okkur..verra fyrir þau:)

Við hjónin brugðum okkur á árshátíð pennanns á laugardaginn, svakalega vel heppnað og maturinn var ÆÐI....mmmmm slefa bara við tilhugsunina.

hmmmm ég held bara að það séu engar fleiri sögur sem ég get sagt....enda frekar pirruð og leiðinleg þessa dagana:)

þangað til næst

m-heppna