My way

föstudagur, febrúar 01, 2008

TGIF

Sumir segja að sinardráttur sé skárri en enginn dráttur:) ég er ósammála!!!!!!
Á tímabilinu milli 05 og 07 í morgun fékk ég 5 sinadrætti!!!!!!!! Sko alveg full blown alvöru motherfucking sinadrætti....herregud í himmelen ég hélt ég mundi ekki lifa þetta af!!!!!!!! Þetta er svo ógeðslega vont að ég var farin að biðja um mænudeyfingu!!!





Nú er ég hálf hölt og ég held að ég sé bara kálfa-brotin.

Svaka föstudgstemmari í gangi hérna í vinnunni, við Maja erum búnar að taka nokkrar hlátur-rokurnar í kaffinu, hlóum svo mikið að forstjórinn sá ástæðu til að koma og spurja hvaða læti þetta voru við borðið....muhahahah nei það var nú ekki alveg svona, en næstum því, honum fannst við bara fyndnar..held ég. Þá var síðasti föstudagur rifjaður upp...forstjórinn benti á að Maja hefði keyrt á jeppann sinn fyrir viku...og ég veinaði úr hlátri...og svo bætti sigrún snillingur ( yfirmaður okkar) því við að MB hefði sagt að þetta hefði nú ekkert verið sérlega flottur bíll sem hún hefði keyrt á....forstjórinn átti ekki til orð:)og ég gubbaði næstum úr hlátri!!!!!!!


jæja en afþví að það er föstudagur þá ákvað ég að skella þessarri mynd inn:




maðurinn er guðdómlegur...og mér er alveg sama hvort þetta sé sokkur eða ekki.....ég veit að honum yrði alveg sama þegar ég fer úr stuðningnærbuxunum og svuntan vellur út...muhahhahahah eða ekki:)


góða helgi
m-með brotinn kálfa en gleði í hjarta...muhahhahaha

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Sumir dagar.....

....eru bara fyndnari en aðrir:)

Í gær byrjaði þetta allt á CSI gaurnum í hádeginu, við Maja og Lóa hlóum svo mikið að ég man varla eftir öðru eins...enda komumst við að því að ef maður klórar Maju bakvið eyrað þá fer löppin á henni af stað...svona eins og á hundum þið vitið....muhahahha ég gjörsamelga lá í krampa.

Nú...til að missa ekki niður stuðið ákváðum við nöfnurnar að bjóða deildinni uppá kökur...það er eitthvað heilsuátak í gangi hérna og okkur finnst það BARA asnalegt.
Maja dró mig í eitthvað bakarí sem ég hef aldrei farið í áður. Við komum inn og sáum girnilega köku....og nú hófst ballið!!!!!!!!!!! Við spurðum stúlkuna ( sem var með óeðlilega mikið túperað hár út í allar áttir) hvernig kaka þetta væri, og hún svarði "bíddu aðeins"...fór svo að tala við eldri konu..."brúsnkni túskni rúskni da da da"......ahhhh ok sem sagt allt staffið pólskt...well svona er þetta bara...en þegar túperaða gellan kom svo aftur til okkar Maju og sagði "Aaaaamma rúski".....og ég hefði sko gefið miljón fyrir að sjá svipinn á okkur nöfnunum...stóðum við bara eins og hálfvitar og bara HAAAAAAA, og aumingja stelpan hélt bara áfram...aaaaaammma rúski...og við fengum KAST!!!!!!!! Við hlógum svo mikið og þetta var svo vandræðalegt að ég hélt ég mundi deyja!!! Maja svikari fór nú bara fram til að hlæja og ég varð ein eftir með túperingunni að reyna að halda andliti....við enduðum svo báðar með hausana inni í kæli að þykjast vera að skoða gos birgðirnar og VEINUÐUM úr hlátri!!! Þá sáum við líka kökuna sem við vorum að spá í, hún heitir sem sagt "amma stóra" og það var það sem stelpan var að reyna að segja okkur....jesús, ég hélt að hún væri að útskýra að hún væri að vinna með ömmu sinni,enda vorum við ekkert að spurja hvað kakan héti heldur HVERNIG kaka þetta væri....úfff ég fæ bara ennþá aulahroll ef ég hugsa um þetta:)


ahhhhh hressandi.

Fór svo heim og málaði ský á veggina í barnaherberginu...heppnaðist svona...öhhh ágætlega, voða fallegt í ákveðinni fjarlægð en ekkert spes ef þau eru skoðuð í návigi...gott að ungabörn sjá ekkert allt of vel til að byrja með:)

vona að þið eigið góðan dag:)

OAO
m-ennþá flissandi

p.s hárið á henni var einhvern veginn svona:

miðvikudagur, janúar 30, 2008

CSI Reykjavík

Vitiði bara hvað????????????

Við sáum alvöru CSI gaur áðan í mötuneytinu...for real!!! Hann var í bláum stuttermabol og það stóð FORENSICS aftaná honum OG OG OG hann var með handjárn....I SWEAR TO GOD!

Fyrir þá sem ekki vita þá höfum við nöfnurnar verið frekar miklir CSI-aðdáendur í gegnum tíðina. Maju hefur dreymt sóða drauma ( wow það sem hún hefur sagt mér..ég get ekki haft það eftir á prenti) um CSI specialist Dr.Grissom ( í CSI Las Vegas) og ég er með smá svona secret crush í Horatio ( í CSI Miami).

Nú þurfið þið, lesendur góðir að velja og skrifa í commentin, hvor er meira HOT?????????

Munið að Grissom er mjög mjög hjólbeinóttur og hefur sjúklegan áhuga á pöddum...en Horatio er alltaf með svöl sólgleraugu og getur staðsett hendurnar á mjöðmum sér þannig að hann er ekkert nema sex-appeal!!!!!!...og lookið sem hann gefur bófum...herregud ég fæ í hnén:) Hugsið ykkur bara hvað hann gæti gert með hendurnar á mjöðmum kvenna??????????














Ég er viss um að minn maður vinnur!!

OAO
M-sææææækó

mánudagur, janúar 28, 2008

Helgin og hormones

Helgin var æðisleg, en frekar strembin.

Fór út að borða með Maju og Birnu á föstudaginn, og við sáum svo Charlie Wilsons's war í bíó,sem mér fannst ÆÐI!!

Fór í vinnuna á laugardaginn og svo beint í kaffi og lunch til Maju, æðislega gaman og aumingja Maja ætlaði aldrei að losna við okkur ( ég, Rebekka, Anna Sigga og Anna Lea)

Fór í vinnuna á sunnudaginn, svo í Tekk Company til að ath hvort ég næði einum góðum díl á lokadegi útsölunnar, varð ekki fyrir vonbrigðum!! Svo í Bónus, sem er nú aldrei skemmtilegt, kom þreytt heim en þá datt okkur Smára í hug að setja saman barnahúsgögnin....BIG MISTAKE.
Ég var svo örmagna um klukkan 21 um kvöldið að ég gat ekki staðið upp af gólfinu sjálf!!
Note to self: er gengin 34,5 vikur, verð að fara að slaka aðeins á.

Dauðþreytt í morgun og frekar stíf og þung á mér.....en það þýðir ekkert því á eftir förum við í bumbumyndatöku, hele familien.
Fékk aftur "þú ert svo klikkuð" þegar ég var að segja frá því hérna í vinunni, gat að sjálfsögðu tekið undir það og hlegið að sjálfri mér, en undir niðri ólguðu í mér homónar og "æi þegiðu bara" attitude..muhahhahahah ekki vandaðri sál en þetta semsagt.

...ætti að taka viðhorf þessarar konu til fyrirmyndar:






muhahahha ekkert smá fyndið!!!!!!

Jæja best að lesa einn eða tvo e-maila áður en ég fer heim að gera mig sæta fyrir myndatökuna:)

m-fúli kallinn í dag