My way

föstudagur, mars 24, 2006

SÍÐUSTU 20

well, síðustu 20 mín af vinnuvikunni að líða.

Fyndið hvað allir eru alltaf í miklu stuð á föstudögum:) Ég hef oft sagt það að ef ég ætti að vinna t.d 80%..eða eiga einn frídag, þá mundi ég velja hvaða dag sem er nema födtudaga. það myndast alltaf svo góð stemmning í vinnunni á þessum degi.

Við hjónin erum að fara á Lisa Ekdahl tónleika í kvöld. Kíkjum á þau nýgiftu á undan og fáum okkur fordrykk og pizzu....verður kósy maður.
Svo er Smári að fara að hitta æskufélaga sína....ég var hinsvegar sniðug og bauð sjálfri mér heim til Blöndalsins, vitandi að þar er alltaf góð stemmning á föstudögum:)

...ekki það að ég verð auðvitað blá edrú! Við actavis tríóið erum nenfnilega svo djöfull duglegar að við ætlum allar að vinna á laugardaginn...mæting er 10 o'clock in the fo*king morning:)
ég ætla reyndar ekki að vinna beint, heldur fá að vera hérna til að klára !"#$%&/() ritgerðina...this time it's for real sko.....ætla að vakna á mánudaginn, í mínu húsi, búin með ritgerðina og frjáls eins og fuglinn.

Karlarnir eru nefnilega búnir að laga vegginn okkar, ætla svo að vera svo elskulegir að setja gömlu( hálf ónýtu) eldhúsinnréttinguna upp fyrir okkur á meðan að við bíðum eftir þeirri nýju....verður ÆÐi að komast aftur heim.
Samt búið að vera súper gott að vera hjá mömmu og pabba, alveg eins og þegar maður var unglingur...mamma getur ekki stillt sig og þvær af öllu liðinu og svo er þessi elska farin að hafa áhyggjru ef við erum ekki búin að skila okkur heim kl. 17.10:)

well segi bara góða helgi og TC

OAO
m-bjartsýn í alvöru í dag:)

mánudagur, mars 20, 2006

Karma...jarma maður

Hæ,
well þá er helgin að baki. Við höfðum það súper gott um helgina austur í bústað. Mamma dekraði alveg hrikalega við okkur, sérstaklega í formi svefns. Ahhhhh við sváfum og sváfum og sváfum....enda nokkrar svefnlausar að baki.
Nikustelpan græddi líka og uppskar "ævintýraferð" með ömmu...vá barnið var alveg heillað af ömmu sinni því sú gamla "bjargaði" vatnsflösku sem þær stöllur misstu í á ( eða kannksi meira svona sprænu)...amma bara stökk eins og gisella um á steinum og náði flöskunni aftur...Veronika yngri var full aðdáunar:)

Nú hefst ný vika..og ég er að reyna eins og ég lifandi get að vera jákvæð...gengur faktiskt ágætlega, ég meina það er ekki eins og það séu veikindi í gangi..( hahahah þetta er sennilega eini mánudaguirnn síðan um áramót sem enginn er veikur í litlu fjölskyldunni)...þetta eru nú bara veraldlegir hlutir...jebbs, svona þarf að tækla þetta.

Hringdi í HTH innréttingar til að athuga hversu "fljótt" við getum fengið nýja innréttingu....Það stóð ekki á svörum...eftir 6 VIKUR...úff allt í einu er ég ekkert jákvæð lengur:(

.....nei nei nei verð að halda áfram í Pollyönnu leiknum mínum.
Fórum heim í gær eftir bústaðaferðina og fengum nett áfall, iðnaðarmennirnir voru reyndar búnir að vinna vel á laugardaginn þannig að þeir eru búnir að rífa niður allan vegginn....og innréttinguna og borðplötuna...þannig að það voru bara rör og hálfur veggur sem tók á móti okkur...oh well, það getur ekki verið mikið mál að búa til nyjan vegg...er það nokkuð?

Önnur mál...hmmm held að það séu bara engin önnur mál. Smári minn á reyndar afmæli á miðvikudaginn og hann er búinn að panta kjöt og karrý í afmælismat....hmmmm einhver sem er með góða uppskrift af því, hef aldrei lagt í svona alvöru mömmu-mat....en ég ætla amk að reyna.
svo eru Lisa Ekdahl tónkleikar á fimmtudaginn, ohhhhh hún er svo æðisleg, ég get ekki beðið. Fórum á hana í fyrra og vorum alveg heilluð.

well, best að fara að vinna....klikkað að gera í vinunni eins og venjulega.

OAO
m-Polly want's a cracker:)