My way

föstudagur, september 08, 2006

Fegurð smegurð

Við nöfnurnar höfum alltaf staðið í þeirri trú að við séum svona sæmilega útlítandi...ég meina við vorum frekar hot á Króknum sko...muhahahhahahha.
Anywho, eftir því sem við eldumst hefur borið á því að karlpeningurinn er farinn að minnka það töluvert að blístra á okkur og sýna okkur áhuga...sem er áhyggjuefni að okkar mati.

Blöndalinn var t.d að koma af námskeiði í London þar sem kennari nokkur bauð einni af námskeiðinu út að borða,...og við nöfnurnar erum ekki alveg að skilja afhverju hann bauð ekki henni út líka ( hún mundi auðvitað segja nei takk sæti, en það er nú samt kurteisi að spurja ALLAR pæjurnar).
Allavega, við fórum aðeins að pæla í þessu og niðurstaðan virðist vera sú að menn eru hrifnir af hávöxnum grönnum stelpum!!!!!!!!!!!! OMG þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti....hérna erum við búnar að halda í fleiri fleiri ár að það sé cool og sexy að vera lágvaxin og með svona cute curves!!

Úff mikið sjokk eins og þið getið ímyndað ykkur, en ég varð fyrir svo miklum áhrifum að ég ákvað að semja ljóð, ég geri það oft þegar ég er puzzled:)...muhahahhaha:

I MAY BE SHORT AND WIDE
BUT I'M BEAUTIFUL INSIDE


hahahhaha jiii ég verð að fara að hætta að bulla og fara að vinna, það er bara smá föstudagur í mér. Versnaði um helgming þegar við Annsý og Maja blöstuðum sænska slagarann BOTEN ANNA.....ohhhhh ég ELSKA sænsk popp!!!!!!!

well á morgun brunum við annsý norður í land. Fyrsta stopp er Marbæli þar sem er búið að bjóða okkur í afmæli til Hafdísar Önju og svo um kvöldið er 30 afmæli hjá Önnu Leu.....ætti að verða fo**ing awsome!!!!!!

góða helgi!!

m-falleg að innan

miðvikudagur, september 06, 2006

Innri friður..sé með yður, því ég meika það ekki:)

já já ekki nóg með að ég sé farin að skrölta um fjöll og fiðrildi ( hahaha alltaf jafn fyndið) þá er mín sko búin að skrá sig í 4 vikan Rope Yoga námskeið....innri friður here I come baby:)

Mætti í morgun.....hmmmm bara 5 mættir, well mér er sama, ég ætla að fá maga eins og Madonna!!!! Svo þegar ég fór að líta í kringum mig sá ég að ég var svona 20 árum yngri en næst yngsti þarna....again...allt í lagi, ég er on a mission:)

Svo byrja herlegheitin.....DAMN IT MÆJA...hvað ertu búin að koma þér í????? Ég meika ekki svona "finndu jákvæðu orkuna streyma í gegnum úlnliðinn"......og nú fer orkan um magann og út í eyrun..og bleeeh bleeh. Úff ég fer öll í hnút og fæ köfnunartilfinningu:)

Svo hefur maður heyrt alveg svakalega sögur af "passing gas" ( jiii ég er svo pen) og Yoga, að fólk slaki svo vel á að ákveðnir hringvöðvar nái ekki að stoppa vindinn....ég lá í slökunartímanum og bað til Guðs að ég mundi aldrei lenda í því að prumpa í tíma....hahahhahahhahaha

jæja það er best að lofa vinnuandanum að líða um öll liðamót og vöðva....úff er eiginlega ekki að meika það heldur:)

OAO
m-yoga bear

þriðjudagur, september 05, 2006

Útivistar barbie

yeps, that's my new name!!

Kellingin skellti sér bara í massa útivist um helgina:

Fórum austur í bústað á föstudeginum eftir vinnu...ahhh það er svo gott að komast út úr bænum. Mæja partý pinni náði að vaka alveg til klukkan að verða 11 um kvöldið!!!! WTF er að gerast, ég er bara ekki að skilja þetta, eins og ég hef áður lýst yfir þá hef ég aldrei þurft að sofa mikið, en eftir að ég náði THE BIG 30 þá virðist bara verða total system shut down um leið og fyrsta bíómynd byrjar á kvöldin...þýðir ekkert að endurræsa eða fylla tankinn af olíu...aka rauðvin...ekkert virkar, ég get ekki vakað fram að miðnætti einu sinni.

Well, vaknaði úthvíld á laugardagsmorgni, fékk að sofa til 11...JÁ 12 tíma svefn er málið!!! Anywho, við smurðum nesti og skelltum okkur í trukkinn hans pabba og héldum af stað. Fyrsta stopp var Seljalandsfoss....(God ég vona að það sé rétt staðarnafn hjá mér).Nikustelpan var spennti kallinn...aðeins og spennt og húrraði niður einhverja brekku þarna..nose first...en hún var fljót að jafna sig.

Keyrðum svo áfram í átt að Þórsmörk. Eftir að hafa farið yfir nokkrar ár með tilheyrandi öskrum og spenningi hjá barninu var komið á áfangastað....Húsadalur.....úff again, vona að þetta sé allt rétt staðarnöfn hjá mér.

Nú var áð.....hahahah æi ensku sletturnar far mér betur en fornaldarmálið...við sem sagt settumst niður og gúffuðum í okkur nestinu.

Röltum svo yfir í Langadal (!!!!! held að þessi sé amk réttur) í brakandi blíðu. það var eiginlega of heitt til að labba.

þegar í Langadal var komið lögðumst við í sólbað og Nikustelpan skellti sér í úti-pott sem þarna var.
Röltum svo aftur yfir í hinn dalinn þarna....fy fan það var nú aðeins erfiðara, enda uppímóti:)

Brunuðum svo aftur í bústaðinn þar sem 2 myndarlegir urriðar voru grillaðir. Já nú er gott að minnast á það að um síðustu helgi vorum við Smári í Vatndalsánni að veiða!!!!!!! Ógeðslega ógeðslega gaman, ég fékk nú ekki Maríu-laxinn, en landaði 2 punda urriða alveg sjálf!!!!!! I kid you not!!!!!!!! Ég er bara orðin svona mikill útivistarstrumpur. Urriðinn var feitur og fagur, svolítið leginn....(pikkaði upp nokkur svona veiði-slang í Vatnsdalnum, veit ekkert hvað þetta þýðir en er nokkuð viss um að þetta þýði að ég hafi fengið flottasta fiskinn:)) Smári landaði risa laxi, en varð að sleppa honum...alveg satt,það verður að gera það í þessari á. en hann fékk einn urriða líka.

...Ok aftur að laugardeginum. Við grilluðum sem sagt aflann og skelltum okkur svo í pottinn.....ahhhh lovely life.

Á sunudeginum fórum við Smári með Nikuna niður að Hestvatni og æfðum fluguköstin....brakandi blíða og eintóm hamingja:) Nikustelpan kastaði nokkrum sinnum með sinni stöng en fékk svo leið á því og ákvað að fara í orma-leiðangur.....bara sæt:)

Við nenntum ekki að eyða sólardeginum í bíl þannig að við ákváðum að vera fyrir austan fram á mánudagsmorgun....frekar næs að geta bara vaknað klst fyrr og mætt beint í vinnu...með smá sturtustoppi heima á nesinu.

jaha, þarna hafið þið það gott fólk, MBÓ er bara orðin ÚTIVISTAR BARBIE!!!! Fór ekki í háa hæla alla helgina og ég held að ég hafi meiriaðsegja farið niður að vatni ÁN MASKARA..geri aðrir betur:)


OAO
m-náttúruunandi