My way

þriðjudagur, mars 11, 2008

Gengur eins og í sögu:)

Kannski ekki svo mikið að blogga um þessa dagana annað en það hvað allt gengur vel með Nóa Fannar:)
Ljósmóðirin kom í síðasta skipti í dag og nú fara hjúkkurnar af heilsugæslunni að koma til að vikta strákinn og fylgjast með okkur. Ég er eiginlega alveg standandi hissa á því hversu góða þjónustu maður fær eftir barnsburð, það er varla flóafriður fyrir heilbrigðisstarfmönnum hérna:)

Við erum auðvitað öll að kafna úr spenningi að fá að sjá litla bumbuskottið hennar Maju, svo fyndið hvað tíminn líður hratt, en þegar maður er að bíða eftir barni virðist hann standa í stað:)

Það er búið að bjóða okkur í hádegismat á morgun í Urriðakvísl og við erum bara súper spennt að fara, verður gott að breyta aðeins um umhverfi:)

Við ætlum svo að sækja Maju í vinnuna því okkur langar svo að sýna henni Nóa Fannar áður en hún "poppar":)

Svo er von á saumaklúbbnum seinna um daginn þannig að það er nóg að gera á bænum:)

kv
mæja

mánudagur, mars 10, 2008

Þú fullkomnar mig.....

Jæja gott fólk, eins og þið vitið eflaust kom hann Nói Fannar okkar í heiminn 4 mars:)

Ég var gangsett og allt gekk eins og í sögu, fæðingin var strembin en mjög stutt, ekki nema 2,5 tímar þannig að ég get nú varla kvartað yfir því.

Við komum heim með soninn daginn eftir og það var nú ekkert smáræðis stolt stóra sýstir sem tók á móti okkur þar!! Hún var bókstaflega að rifna úr monti....en leist svo ekki alveg eins vel á blikuna þegar Nói Fannar fór að gráta um kvöldið...heldur mikil truflun á háttartíma fannst henni:) En sem betur fer aðlagast krakkar fljótt og nú sefur hún bara vært þó prinsinn sé óþolinmóður á matmálstímum.

Við vorum rosalega heppin með ljósmóður sem hefur komið til okkar 2 á dag síðan við komum heim, hún hefur leiðbeint okkur varðandi allt sem maður var búinn að gleyma.
Strákurinn er ofsalega duglegur að taka brjóstið, en við þurtum að vinna aðeins í brjóstinu sem ég brenndist á. Ég notaði alltaf mexicana hatt ( hahahah mæðurnar skilja mig) með Veroniku en ljósmóðirin gafst nú ekki upp og nú tekur hann brjóstið eins og ekkert sé.

Hún sagði okkur líka að nætursvefn er mömmum og pöbbum mikilvægur og það er vel hægt að "prógramera" börn þannig að þau sofi á nóttunni. Henni að þakka að við erum öll úthvíld því Nói Fannar sefur eins og engill frá miðnætti og langt fram á morgun.

Eins og þið sjáið þá gengur allt eins og í sögu og við erum gjörsamlega í skýjunum með þennan nýja fjölskyldumeðlim og okkur líður eins og við höfum alltaf verið saman:)

Ég nenni ekki að setja inn myndir á báða staði, þannig að ég bendi bara á heimasíðuna hennar Veroniku sem verður fyrir bæði börnin mín ( jiiii en fyndið að segja þetta). Sendið mér bara mail á mariaolafsdottir76@hotmail.com til að fá lykilorðið.

kv
Mæja í sjöunda himni