My way

föstudagur, ágúst 11, 2006

PAN-KLÚBBURINN

I have a dark secret:).....saga PAN klúbbsins:

Einn góðan veðurdag á 2 ári í líffræðinni sátu 4 skvísur á gangstéttinni fyrir utan glæsileg húsakynni líffræðiskorar H.Í. Sameiginlegur áhugi á skötum og fræblum ( eða er það fræflum...þið vitið hvað ég meina, blóma-typpi) hafði leitt þær saman....nei djók, það voru reykingar sem tengdu þessar konur saman, þrátt fyrir að ein þeirra reykti ekki:)...en maður lætur það ekki stoppa sig þegar manni vantar pásu frá náminu.

anywho, stúlkurnar voru að ræða málin, þeim fannst þær vera orðnar gamlar og hálf fullorðnar ( sem er það sama eins og allir vita) og höfðu heyrt að mörg "fullorðins" pör hyéldu úti matarklúbbi.

Skvísurnar ákváðu að stofna matarklúbb, og makar áttu að vera með. Nú voru góð ráð dýr, hvernig átti þetta að fara fram? Í fyrsta lagi voru allir staurblankir og það kostar formúgu að elda ofaní 8 manns, í öðru lagi kunni enginn að elda neitt sem byrjaði ekki á Sómi:) og í þriðja lagi þá þekktust makarnir ekki neitt.

Well, þessar skvísur létu þetta ekki á sig fá og flautuðu til fyrsta hittings í matarklúbbnum...og var hann haldinn vestur í bæ. Í stuttu máli heppnaðist kvöldið mjög vel fyrir alla sem voru með XX en XY liðið sat steinrunnið í sófanum og reyndu eins og þeir gátu að finna eitthvað sameiginlegt áhugamál til að ræða. þar sem stór brjóst og stinn læri eru ekki hlutir sem eru ræddir þegar menn þekkjast ekkert held ég að fótbolti hafi orðið fyrir valinu.

Ok, eftir þennan fyrsta hitting ( sem var á fimmtudagskvöldi) heimtuðu makarnir að næsti ( en voru samt að vona að það yrði enginn næsti) yrði haldinn á föstudegi til að hægt yrði að fá sér almennilega í glas......og DÍÓ MÍÓ við fengum okkur í glas....

...ég man ekki hvort það var hittingur númer 2 eða 3 sem gerði útslagið...en eitt er víst að lykilmennirnir sem sáu um að brjóta ísinn var A og M ( ætla ekki að fara að nefna nein nöfn...en þið vitið hver þið eruð..muhhahahahhaha

Ætla nú ekki að segja frá hverjum og einasta hitting....enda man ég ekki eftir nema helmingnum sökum þess að í reglubókinni stendur að maður á alltaf að vera OFURölvi í annaðhvort eða þriðjahvort skipti.

allavega, ég á nokkrur svona golden moments frá þessum kvöldum:

* Mér tókst að drekka 2 litra Grand Mariner með Si og life to tell about it:) sama kvöld fékk F viðurnefnið Snow-man...eða var það Mr.Frosty...hmmm man það ekki alveg en ég man að ég var allt kvöldið að segja "you are not sending me to the cooler" með Arnold Svartsenegger ( þegar maður veit ekki hvernig á að skrifa þetta þá íslenskar maður bara) hreim...þið vitið úr Batman myndinni...hahaha snilld

* Mér tókst að koma ónefndum maka úr buxunum mjög snemma í hittings-ferlinu ( the old "hella rauðvíni í klofið á þeim"-trikkið)...og sú skemmtilega hefð hefur haldið sér....algjör snillingur A!!!!

* Mér tókst að halda að ég væri súludansmey og dansaði í 3 tíma á súlu eitt kvöldið...nema súlann var kústur ( eða moppa eða eitthvað) og sá sem hélt í kústinn var með vöðvabólgu í 7 vikur á eftir.

Allavega, í kvöld er hittingur á nesinu og við erum búin að vera skipuleggja kvöldið mjög vel...Singstar, súludans og leðjuslagur í garðinum eru fyrstu dagsrárliðir..ekkert endilega í þessari röð:)

að lokum....þar sem okkur langar alls ekki að vera fullorðnum lengur þá er klúbburinn kominn með nýtt nafn...PAN-KLÚBBURINN...við hæfi ekki satt????


OAO
m-pan-partýpinni

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Rólegheit

ahhhh ég er ekki að kvarta, alls ekki, það hentar mér ágætlega að hafa rólegheit.
Samt alltaf svo skrýtið, ár eftir ár, finnst manni að sumarið sé búið eftir verslunarmannahelgi. Merkilegt alveg.

Ekki margt sem hefur gerst hjá mér undanfarið, er bara að ströggla við að vinna þetta svakalega langa sumarfrí ( 2 f*cking vikur skiluru:)) upp í vinunni. Ég er viss um að ég næ mér á strik daginn áður en ég fer í frí aftur...*dææææææs*...alltaf að nöldra yfir einhverju.

Eiginmaðurinn og dóttirin eru í góðum málum. Veronika er alveg í skýjunum yfir að vera komin í leikskólann aftur...og ekki nóg með það heldur er hún komin í SKÓLAHÓP....það er sko HUGE þegar maður er 5 ára.

Hún er svo mikil skotta, hún hefur svo..hmmmmm...öðruvísi áhugamál ( allavega ef miðað er við foreldrana). Hún hefur til dæmis alveg sjúklegan áhuga á flugum og fiskum...eyðir sínum tíma fyrir austan í að hlaupa um öll tún og veiða flugur, svo eyðir hún kvöldunum í að stúdera þær í glerkrukkum....lítill stígvélalíffræðingur???? muhahahhahah

Annað áhugamál er mannslíkaminn, og NEI ég er ekki að þvinga hana til að upplifa MINN draum:) Hún er búin að suða um að fá svona barna-anatomy bók í margar vikur og í gær létum við það eftir henni....ég hef aldrei séð barnið jafn áhugasamt...ég las textann fyrir hana ( sem var allt of flókin fyrir 5 ára barn by the way) fyrir svefninn og bjóst við að hún fengi martraðir um viljastýrða vöðva:) en Nei nei, henni fannst þetta svoooo spennandi...reyndar fannst henni æxlunarfærin heldur ógeðsleg...var alveg "mamma er þetta??????" og ég sagði "já þetta er ty**i" ( svo nútímaleg mamma you know, best að útskyra allt:))...þá var henni ofboðið og sagði bara OJJJJJJJJJJJ flettu mamma flettu!!!!!

hmmm what else...
Pallurinn er á hold, vegna þess að....hmmm ég veit bara ekkert afhverju, Smári er yfirverkstjórinn í þessarri deild:) Þannig að það lítur ekki út fyrir að ég nái neinum sólardögum á eigin palli í ár.

Jæja það þýðir ekkert að væla yfir álagi í vinunni og vera svo bara að slugsa...back to work!!!

OAO
m-rólega:)