My way

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Back to business

Hellú pípól.

Jæja þá erum við bara mætt aftur á klakann og aftur í vinnu.

Portúgal var amazing!!! Við vorum alveg í skýjunum yfir hótelinu, veðurfarinu, hreinlætinu, ströndin var eins og póstkort og og og....bara allt frábært. Best var auvðvitað að vera bara saman í rólegheitum, það var sko kominn tími á það.

Við Smári virðumst vera svona veður-jinxarar samt. Það var búið að rigna hérna heima í 54 daga streit þegar við fórum út:), við gátum ekki beðið með að komast í sólina. Well við vorum komin út í laug rétt eftir hádegi fyrsta daginn ( lentum um morguninn)...og hvað haldiði, það dró allt í einu ský fyrir sólu og regndropar á stærð við Twingo duttu úr lofti!!!!!!!!! Við vorum alveg bara NEIIIIIIIII this is not happening. En sem betur fer var þetta búið eftir korter, bara smá þrumuveður going on:)
Svo fórum við að fá fréttir af hitabylgju heima, við vorum auðvitað ánægð að fólkið heima fengi gott veður, og héldum í vonina að sólin væri enn á lofti þegar við kæmum heim....no Sir, það fór að rigna daginn sem við lentum!!! En það var nú allt í lagi svosem, við vorum ekki að fara í útileigu eða neitt:)

Nóg af veðri.

Nú er það bara vinna framundan, allavega þar til við förum til Houston, er strax farin að hlakka til.

Við ætlum að vera innipúkar um helgina, ég nenni ekki fyrir mitt litla líf í tjaldútileigu.....skil ekki sjarmann við það....ég fer ekki út úr bænum nema mín bíði heitur potttur og arinn:)

Jiii eins og venjulega ætlaði ég að blogga um 100 skemmtilega og fyndna hluti en er búin að gleyma þeim öllum.

Get reyndar sagt ykkur það að við nöfnurnar erum í karlavandræðum. Vorum báðar skotnar í Chris úr American Idol, rifumst um hann eins og köttur og köttur..hahahhah. Nú erum við báðar skotnar í Ryan í Rockstar, en við ætlum að afgreiða þessa klípu á fullorðins hátt.....sú sem tapar í gúrku um helgina fær Chris, hin fær Ryan...snilld, svona á að leysa málin:)


þangaðtil næst
m-jinxari