My way

laugardagur, mars 01, 2008

Glasið hálf fullt í dag....

...jæja eftir að hafa eytt deginum í gær í algjöra sjálfsvorkun, geðillsku og allskonar leiðindi þá vaknaði ég í morgun og ákvað að í dag er glasið hálf fullt en ekki hálf tómt:) Ég meina þetta er bara spurning um nokkra daga, ég hlýt að meika smá samdrætti og fyrirvaraverki þessa síðustu daga, sumar eru svona alla meðgönguna.
Ef ég miða við síðustu meðgöngu þá er þessi bara barnaleikur, ég var 100% frísk fram að 38 viku og ætti alls alls ekki að vera að væla þetta.

Sit hérna núna og horfi á dóttur mína mála myndir, hún grettir sig á þann allra sætasta hátt sem ég hef séð þegar hún vandar sig, allt andlitið gengur til og hún minnir mig á Jim Carrey:) hahahhahaa að hugsa sér að við bjuggum þetta undur til...ég vona svo innilega að drengurinn okkar verði eins yndislegur og hún er:)

Þessi dóttir mín, sem er 6 ára heldur stundum að hún sé 16 ára. Hún er búin að suða í svona klukkustund núna um að fara í bæinn í brunch og líta svo við í bókabúð að fá okkur take away kaffi og kakó..muhahhahahah ekkert smá veraldarvön:) hún elskar þetta sem betur fer eins mikið og við...enda alin upp við að vera á flandri greyjið. Er alveg eins og mamma sín með þetta, finnst frekar leiðinlegt að hanga heima að gera "ekki neitt":)

Við vorum að keyra heim um daginn og þá benti Veronika mér á ljósið sem kæmi frá Perlunni og þá rann upp fyrir mér að hún verður ekta Reykvíkingur...ekki sveitastelpa/borgarstelpa heldur alvöru borgarbarn. Ég get ekki sagt að ég sé neitt annað en fegin því, við búum í sveit svo til þannig að hún upplifir stemmninguna við að labba í skólann og að hafa vinina í göngufæri, en verður jafnframt ekki hrædd við að taka strætó.....hahahah munið þið sem ólust upp í úti á landi hvað það gat verið erfitt að koma í bæinn ( eða suður:)) og þurfa að taka strætó!!!!!!! Jiii minn ég átti ekkert smá erfitt með það.

Jæja best að fara að vekja bóndann og njóta þess að gera farið út bara við 3....vá, við verðum orðin 4 í næstu viku....pæliði í því!!!!!!!!!

vona að þið eigið góða helgi

m-Pollýanna

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Andleg málefni:)

Jæja við anna sigga drifum okkur í kínverskt fótanudd í gærkveldi og óhætt að segja að við skemmtum okkur konunglega. Fólkið sem nuddaði okkur var alveg hrikalega hresst og alveg borderline kúkú. Karlinn var t.d heilari sem sá áruna mína, hann sagði að hún væri drapplituð og ljósblá og mjög fíngerð...ég væri greinilega mjög næm manneskja ( á tilfinningar annarra) og gott ef ég væri ekki bara smá tengd inn í hið yfirnáttúrulega líka......muhahhahahahaaha ÉG, nei hættið nú alveg.

Hann sagðist líka hafa séð strax að ég gengi með strák og að hann væri væntanlegur eftir 2 daga...margir sem hafa spáð því, að hann komi 29 feb.
Allavega, nuddið var æði og við anna sigga hlóum og hlóum sem er nú eiginlega besta therapían held ég:)

Í gær var ég líka að leita mér að einhverjum sem hefði reynslu af því að koma fæðingu af stað með nálarstungum.....já ég veit, ég bara hef of mikinn tíma til að dunda mér núna og dettur allskonar vitleysa í hug. Enginn sem svaraði mér var hinsvegar með lausann tíma:(

Anywho, ég mætti í skoðun í morgun og þrýstingurinn reyndist hreint ekki svo slæmur en ég er þó alveg í línudans með þetta allt saman. Ég hitti aðra ljósmóður en ég er vanalega hjá og þessi var sko alveg inná sömu andlegu línunni og ég..hahahhaha...og það vildi svo heppilega til að hún bauð mér bara nálastungur hjá sér!!!! Jiiii hvað ég var heppin. Hún stakk mig svo á fótum og höndum og á milli augnanna og sagði að ef þetta virkar þá fer ég af stað innan sólarhrings.
Annars ætlar hún að stinga mig aftur á mánudaginn þegar ég mæti í dagönn (þarf að fara á spítalann í mónitor og mælingar).

Í kvöld set ég stefnuna á að mæta í actavis matarklúbb. Hann verður hjá Önnu Fanneyju og það verður sjúklega gaman að hitta þær allar aftur.

jæja best að leggja frá sér tölvuna, hún truflar áruna mína:) og fara að hugleiða...muhahhahaha jesús hvað mér finnst þetta fyndið að ég skuli vera komin inná svona rugl.

OAO
m-beige og ljósblátt rúlar:)

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

!"#$%&/()$%&/

Hvaða rugl er þetta maður????? Ósanngjarnt!!

Datt allt í dúnalogn hjá mér í nótt, sat hér í gær og fagnaði hverjum samdrætti en svo var bara allt í rólegheitum eftir miðnætti.

Fór í skoðun í morgun, eða eiginlega bara í BÞ mælingu, kom bara vel út, aðeins að lækka aftur.

Fór svo í vinnuna með köku, Sigrún yfirmaður reyndi að sannfæra mig um að ég þyrfti bara að taka smá vinnutörn og þá mundi ég hrökkva í gang..muhahahhahah helvíti góð alltaf.

Fór svo að hitta mars-bumbu stelpurnar á kaffihúsi, og þá var eins og eitthvað hafi farið aftur af stað....sennilega kaffið bara:)

Æi ég veit að ég má ekki vera svona óþolinmóð, en það er ekki fallegt að láta mann halda að þetta sé að koma og svo bara hætta við!!!!

Sjáum til hvernig þetta fer í nótt,...annars bíð ég bara róleg þar til náttúran tekur þetta í sínar hendur:)

kv
m

mánudagur, febrúar 25, 2008

Is this it????

Jæja ég fór í vinnuna í morgun og svo í skoðun.

Í skoðuninni kom í ljós að ég er komin með 3 í útvíkkun og er frekar hagstæði. Ljósan hreyfði við belgnum til að reyna að koma mér af stað:) Ef það virkar ætti ég að fara af stað á næstu 2 sólarhringum:) Sit núna með STÖÐUGA samdrætti, en frekar verkjalaus....samt eitthvað að gerast held ég...veiiiiii kannski kemur hann bara í vikunni!! Ohhh hvað það verður yndislegt að fá hann í fangið, litla manninn sem er búinn að vera svona kátur og fínn í bumbunni.....jesús gott ef ég felldi ekki bara tár við að skrifa þetta...muhahahhahah naaaaj ekki alveg en næstum því.

Ætla að mæta með köku í vinnuna á morgun og kveðja stelpurnar ( ef ég verð ekki uppá fæðingardeild)...get ekki sagt að ég hlakki til, alltaf erfitt að kveðja, þó svo að ég komi nú vonandi til með að hitta þær allar aftur síðar....munar ekki um viðkvæmnina þessa dagana.

OAO
m-goodbye bumba...not gonna miss'ya