My way

föstudagur, september 29, 2006

Forvitnin drap köttinn...eða ekki

Var með matarboð í gær. Bauð mömmu og pabba og amo og Helgu. Pabbi er búinn að vera svo duglegur að ditta að í húsinu okkar þannig að hann átti inni hjá mér gott boð.
Mér finnst fátt skemmtilegra en að halda matarboð, ég elska að standa í eldhúsinu með tónlistina í botni og elda góðan mat. Í gær voru við hinsvegar með tilbúinn forrétt og grill í aðalrétt....og ég gat ekkert gert nema salat...frekar fúlt að geta ekki stússast eitthvað í eldhúsinu.

anyways, við borðuðun grafið hrossafilé og heilreyktar gæsabringur í forrétt..a'la Ostabúðin sem er núna uppáhalds búðin mín. Ég hvet alla til að kíkja við þar.
í aðalrétt voru við með lamba rib eye á grillið...svakalega ljúffengt hjá eiginmanninum.

Á meðan við sátum og borðuðum Tiramisu í eftirrétt rekur pabbi allt í einu upp einvhersskonar óp og við hrökkvum öll í kút...haldiði að kattarófetið sem hefur verið að stelast inn til okkar við og við hafi ekki stkkið inn um gluggann og nælt sér í heilan bita af kjötinu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Djöfull var ég ógeðslega fúl að missa kjötið en við hlógum samt eins og pöddur...helvíti góður köttur....bara "mmmmm góð lykt, nei nei rib eye í matinn, uppáhaldið mitt, ég læt vaða.......hann var heppinn að ég náði ekki í skottið á honum.

Helgin framunda...ahhh þessi vika var ekkert smá fljót að líða.
Ætlum að taka því rólega og vera bara saman, ég þarf reyndar að vinna aðeins en ætli við tökum ekki brunch á Vegamótum og eitthvað á laugardaginn. Vorum svo fúl um siðustu helgi þegar var lokað vegna breytinga.

Smárinn minn fer svo út í næstu viku, verður í marga marga daga....hahah ég tel þetta í nóttum eins og Nikustelpan...ég þarf að fara ein að sofa 6 sinnum bara held ég, hi hi.


Góða helgi pípól.....passið ykkur að týna ekki kortunum ykkar og bíllyklum ( muahahhahhaah)

m-þreytti kallinn

gleymdi einu...föstudagur þýðir að basshunter á fullu. Þið verðið að viðurkenna að þessi tvö lög eru ÆÐI:

hérna
og hérna

fimmtudagur, september 28, 2006

3 vikur to go

Ég er að fara til USA eftir 3 vikur og ég fer sko tvisvar!!!
Þetta þýðir að ég þarf að losa mig við 12 kg á 3 vikum....verður erfitt en ég er sanfærð um að það sé séns:) sérstaklega þegar konur hafa svona járn-aga eins og ég.

Fer sem sagt til Houston með mömmu og pabba að hitta Hönnsu sys. Ekkert planað ( sem fer óendanlega í taugarnar á Hönnu minni). Ætli maður kíki samt ekki í NASA center og kannski á eitt rodeo eða tvö..muhahahah Texas er the place to be sko!
Í alvöru talað held ég að þetta verði bara afslöppunarerð, gæti trúað því að karl faðir minn kíki í gólf og að við dömurnar eyðum tíma okkar í manicure og pedicure....svo kíki ég örugglega eitthvað í búðir.

svo kem ég heim í 4 daga og fer þá út með fjölskyldunni til Orlando...Disney World here we come. Förum með 2 öðrum fjölskyldum og ég get ekki beðið eftir að eyða smá quality time með manni og barni, þessar 2 vikur í sumar voru svo agalega fljótar að líða.

...og eins og alltaf þegar til stendur að fara til útlanda þá er ég alveg að drepast í bakinu:( Blöndalinn segir að þetta haldist alltaf í hendur, að ég verði slæm þegar ég er að fara í frí...skil þetta ekki. veit bara að ég er að drepast þessa dagana, en ég hlýt að skána þegar ég verð orðin 12 kg léttari eftir 3 vikur..muhahahhah.

Verð að segja að það er skemmtilegt að mæta í vinnuna og hafa svona fínt útsýni eins og við höfum núna. Bílaumferðin fer ekkert í pirrurnar á mér eins og ég hélt, bara róandi að heyra niðinn...nema það sé koltvísýringurinn sem kemur inn um gluggann sem er róandi.....either way þá er ég hæst ánægð!!

þangað til næst
m-í átaki

miðvikudagur, september 27, 2006

Blogg dauði

Jæja var skömmuð í morgun fyrir blogg-leti og viðurkenni það fúslega. Er samt búin að vera á haus í vinunni og ekki haft tíma til að deila hugleiðingum mínum með ykkur...too bad for you man:)

Svo eins og venjulega man ég ekkert þegar ég byrja...

Allavega, fór á MEGA MEGA djamm á föstudaginn síðasta með vinunni. FY FAN, ég var svo þunn morguninn eftir að ég man ekki eftir öðru eins. Mætti svo galvösk í barnaafmæli til Birnu, eftir að eiginmaðurinn var búinn að sannfæra mig um að ég liti OK út......en um leið og ég kom fékk ég "WOW ertu þunn"...urr aldrei að treysta manni sem hefur séð "your morning face" í 16 ár..hann er bara orðinn vanur þessum ósköpum.
Allavega, leið ekki vel í afmælinu og sérstaklega ekki þegar ég var minnt á að ég hafi veri álíka þunn í síðasta afmæli......stend mig vel.

Svo fórum við beint í matarboð eftir afmælið. Þar sem mér tókst nú að næra mig ágætlega í afmælinu átti ég ekkert annað eftir en að skila því.....sjæt hvað mér leið illa. Aumingja Begga og Sjonni reyndu hvað þau gátu að fá mig til að slamma Jägermeister og eitthvað ( er víst svo gott í maga...right) en ég gat ekki fyrir mitt litla líf drukkið eitt né neitt. Dröslaðist svo heim um 11 held ég...hef ALDREI farið svona snemma heim úr matarboði, ever ever.
Á sunnudaginn tók svo bara annar í þynnku við......holy moly, ætla ég aldrei að læra að það er ekki hægt að drekka 17 kokteila á methraða án þess að vera eins og skítur í 3 daga á eftir????

..næst drekk ég bara 7 kokteila!!

Annars er allt við það sama á nesinu fagra. Nikustelpan er hress og kát og talar eins og hún sé sjötug..smá dæmi:

VHS: Svakalega ertu fínn í dag, afhverju ertu svona fínn??
Pabbi: það er nú vegna þess að ég er að fara á fund
VHS: Jáááá ég skil, ég var á fundi í gær pabbi...
Pabbi: Nú nú var ekki gaman á fundinum?
VHS: nei það er nú af og frá ( HVAÐAN FÆR HÚN SVONA ORÐAFORÐA????)
Pabbi: Nú hvað er þetta, var bara ekkert gaman á fundinum
VHS: Neeeeeh þetta var bara umhverfisfundur, ég hélt það yrði sögð saga, en svo var þetta bara umhverfisfundur.....


hahahhaha ég skil hana stundum ekki sjálf, hún talar eins og gamalmenni og svo er hún oft með stórfurðulegar pælingar.

Sagði við mig um daginn: "mamma heldur þú að það geti verið að við séum bara draumur"??? Ég svaraði með fullan munninn af pasta: Huh??????
VHS: já ég meina mig dreymir oft fólk og kannski er einhver að dreyma okkur núna, þú veist að borða kvöldmat bara
Mamma: Huh????????
VHS: já ég held að þetta geti verið, hvað ætli gerist þegar hann vaknar????
Mamma: Huh????? Æi Nikan mín haltu bara áfram að borða.......



That's it folks

oao
m-fulli kallinn