My way

föstudagur, apríl 28, 2006

Bíó og löng helgi

hejsan svejsan,

Nú þegar 30ára afmælið mitt nálgast óðfluga er ég obsessed með aldur og hvað mér finnst ég vera orðin gömul. Tökum gærdaginn sem dæmi. Ég spurði Önnu Siggu hvort við ættum ekki að skreppa saman í bíó..jú jú hún var alveg til í það, en Bensi var samt að vinna lengi þannig að við yrðum þá að fara í 10-bíó...úff maður, við eigum eftir að verða þreyttar á föstudaginn segi ég þá....enda yfirleitt farin að huga að því að fara í háttinn á þessum tíma...þá svaraði Anna Sigga "já ég veit, en hey það er löng helgi framundan þannig að við ættum bara að skella okkur"....

WTF????????????????? hversu gamall er maður orðinn ef maður treystir sér ekki í 10-bíó nema það sé löng helgi framundan til að jafna sig...muuuuuuuuuuuuu við hlógum auðvitað eins og pöddur að þessu, en hey maður spyr sig...:)

Fórum á Failure to launch...óþægilega close to home þessi titill maður....launch hjá þessu fyrirtæki okkar er eitthvað sem ekki má fara úrskeiðis, spurjið bara Blöndalinn sem eyðir 70% af vinnutíma sínum á launch fundum:)

...en myndin var bara fín, þið vitið, ute og fyndin eins og allar aðrar rómantískar gamanmyndir...Matthew Makkonahjúf er sko alveg þess virði að vera nær dauða en lífi af þreytu fyrir..jömmmmmí...verst hvað hann er skelfilega lélegur leikari..but who gives a fu*ck..hann var ber að ofan í einu atriði ííííííhaaaaa:)

Löng helgi framundan eins og kom fram að ofan. Ætla að reyna að slaka á og safna kröftum fyrir NY um næstu helgi. Fer í klippingu á morgun og er alveg harðákveðin í því að fá mér einhverja fönkí klippingu....þannig að ég líti amk ekki út fyrir að vera 30:)

well, that's it for now folks, góða helgi

m-í midlife crisis

miðvikudagur, apríl 26, 2006

WTF???????

Urrrrrrrr og svo kom gamla bloggið bara.....ohhh ég þoli ekki svona tæknileg vandræði...en hey þið getið skemmt ykkur yfir tvöföldum bull skammti í dag:)

hellú

Var heima með Veroniku á mánudaginn, þar sem hún var veik. Var búin að blogga svona 3 síður...ekki grín sko, þetta var massa blogg ...og það datt allt út....God damn it hvað það er pirrandi!!!!!!!!!

Anyhooooo...siðasta helgi var massa fín. Byrjuðum á að kíkja til Sjonna og Beggu á föstudagskvöldinu. Alltaf jafn gaman að koma til þeirra. Við vorum komin í massívar samfélagsumræður þegar Smári fékk skynsemiskast og dró kelluna með sér heim.

Við Nikustelpan fórum svo alla leið í Mosó í morgunkaffi hjá Aldísi. Annsý og Lilja komu líka með sín börn. Very very næs, börnin léku sér saman og við náðum að drekka kaffi og spjalla í friði....dæs hvað maður er orðinn gamall, manni finnst 40 mín yfir kaffibolla vera heaven.

Restin af laugardeginum fór í að reyna að þétta sturtuklefann okkar....no luck..hahahah við erum ekki beint að massa þetta home-improvment dæmi við Smári...well gegngur betur næst...þegar pabbi kemur heimsókn:)

Um kvöldið kíktu Annsý Bensi og Hekla í fyrsta official grill partýið á Álftanesinu....mjög skemmtilegt, en um 21.30 var Nikustelpan orðin biluð af sykuráti dagsins ( byrjaði kl. 11 hjá Aldísi og hélt svo áfram í afmæli hjá vinkonu hennar um daginn)..Hekla var líka orðin lúin, þannig að partýið var búið:)

Sunnudagurinn var letidagur ársins!!!!!!!! Við lágum öll 3 uppí hjónarúmi til klukkan að verða 3!!!!!!!!! Nikustelpan kom reyndar og fór, en við hjónin vorum bara að kafna úr leti. Lágum svo lengi að við náðum því að verða "fashionably late" í fermingaveisluna hennar Selmu frænku minnar:)

Vinnuvikan einhvernveginn varla byrjuð hjá mér...en helv*ti mikið að gera, þannig að það er best að hætta þessu tuði og fara að vinna.

OAO
m-sem er BARA að bíða eftir að komast til NY

mánudagur, apríl 24, 2006

Heima er best

Daginn,

Nikustelpan mín er lasin þannig að ég er heima í dag. Það er nú svosem ekki mikið mál þar sem ég næ að vinna aðeins í gegnum tölvuna.
Samt svo SVAKALEGA skrýtið að vera ekki með samviskubit!!! Ég get svarið það, ég held að ég hafi endanlega truflast eftir að ég skilaði ritgerðinni...finn bara ekki sjálfa mig..hahhahahah ok ok smá drama, en þetta er samt ferlega skrýtið.

Helgin var rosa fín. Kíktum á Sjonna og Beggu á föstudeginum, alltaf jafn gaman að hitta þau, við vorum sko komin á kaf í áhugaverðar samfélagsumræður þegar Smári fékk skynsemiskast og ákvað að draga kelluna með sér heim heim....enda klukkan orðin 3:)
Morguninn eftir mættum við Veronika galvaskar í Mosfellsbæinn í dýrindis kaffiboð hjá Aldísi. Annsý og Lilja komu líka með krakkana sína...very very næs...við sátum bara og drukkum kaffi á meðan börnin léku sér.
Við Smári nýttum svo tímann á meðan Veronikus var í afmæli að reyna að þétta sturtuklefann okkar.....god damn it það lekur bara allt sem er í kringum mig....líka vínglösin maður:)....en við náðum engum árangri..helv*tið lekur enn:(
Annsý og Bensi kíktu svo á okkur um kvöldið og við grilluðum saman, fyrsta sinn sem við grillum hérna...geggjað að hafa svalirnar maður og verður ennþá betra þegar pallurinn verður kmominn. Stelpurnar voru orðnar lúnar uppúr 9 og þá fóru þau heim.

Sunnudagurin var leti dagur aldarinnar, við lágum öll 3 uppí hjónarúmi til klukkan að verða 3 bara.....og þá vorum við orðin allt of sein í fermingaveisluna hennar Selmu...náðum samt að mæta á "fashionably late" tíma.

Svo byrjar þessi vika nú ekkert allt of vel með veikindum stelpunnar, en hún nær sér vonandi sem fyrst.

Næsta vika er svo aftur stutt, frí á mánudaginn og svo fljúgum við til NY á fimmtudag...YEAH BABY

OAO
m-crazy mofo sem nær ekki að slaka á