My way

miðvikudagur, mars 28, 2007

Nokkuð nýtt????

Ég er ekki að trúa því að ég hafi ekki fengið nein komment á brjóstaklemmuna í síðasta bloggi, ég fæ alveg hroll í hvert skipti sem ég sé hana:)
Fæ líka hroll ef ég hugsa til síðustu vika þar sem ég lá steindauð og slefandi með inflúensu í annarri og morfín í hinni....svakalegt, ég er að segja ykkur satt!!!

Hálf skrýtið að missa heila viku einhvern veginn svona úr lífi sínu, en ekki al-slæmt þar sem nú fer að styttst ískyggilega í Houston, Texas baby ferðina!!!
Mæ ó mæ hvað ég hlakka til.
Hanna systir segir að það sé skítaveður og það sé enginn farinn að fara í laugina á 7 hæðinni.....frekar mikill bömmer, fór svo á google og kíkti,....ekki nema 27°c á daginn....vangefið!!!!!! Fer fólk ekki úr fötunum fyrr en við 30°C þarna í kúrekalandinu eða??? Manni er spurn...efast reyndar stórlega um geðheilsu Texas búa almennt....Maja vinkona las að einn gaur var orðinn leiður á kellunni sinni, þannig að hann skar hana bara niður í búta og henti henni á grillið.....like you do:) Eins gott að við erum ekki lengur með kúlu-grill heldur svaka flott gasgrill núna....hefði verið svo agalegt fyrir Smára að þurfa að búta mig alveg niður í gúllas á gamla grillið:)

Annars er nú ekki margt að frétta. Vinnan bara eins og hún er. Erum reyndar að fá Sjonna og Beggu í mat á morgun, það verður gaman.


2 dagar efir svo er það bara sækótown.....þar sem María Björk Ólafsdóttir mun alveg örugglega fara úr fötunum í 27 stiga hita og liggja við laugina með steik í annarri og kampavín í hinni:)


ha det så bra

m-hvíti hvalurinn við laugarbakkann